Sameinaðir sprengdu þeir Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 30. janúar 2013 12:15 "Leikstjórinn Grímur pakkar efninu smekklega inn og skreytir sögurnar með landslagsmyndum frá svæðinu og því fréttaefni sem til er.“ Bíó. Hvellur. Leikstjórn: Grímur Hákonarson Árið 1970 tóku bændur í Mývatnssveit sig saman og sprengdu upp stíflu í Laxá sem ógnaði lífríki á svæðinu. 113 lýstu verkinu á hendur sér, og í dag er talað um atburðinn sem eins konar upphafspunkt í sögu náttúruverndar á Íslandi. Heimildarmyndin Hvellur segir þessa mögnuðu sögu frá hlið bændanna, en samstaða þeirra, auk innherjaupplýsinga frá skæruliðahreyfingum í Suður-Ameríku, varð til þess að erfitt var að draga einhvern til ábyrgðar. Nú er nægilega langt liðið frá atburðinum til þess að sekir og meðsekir geti sagt söguna með glott á vörum. Enda er margt við þessa sögu bráðfyndið. Ekki er neitt sérlega mikið til af myndefni frá þessari deilu, en harðmæltir og frásagnarglaðir viðmælendur brúa það bil í nýlegum viðtölum. Flestir voru þeir viðstaddir sprenginguna, eða eru að öðru leyti tengdir atburðarásinni. Eins og ávallt þegar hlustað er á góða sögumenn fer áhorfandinn að myndskreyta frásagnirnar í huganum, svo eftir stendur mun meira „myndefni" en í raun og veru er í myndinni. Leikstjórinn Grímur pakkar efninu smekklega inn og skreytir sögurnar með landslagsmyndum frá svæðinu og því fréttaefni sem til er. Þetta gerir hann afar vel en hann er fyrir löngu orðinn einn af okkar allra fremstu heimildarmyndagerðarmönnum. Falleg tónlist Valgeirs Sigurðssonar stingur þó eilítið í stúf, og passar á köflum illa við glaðhlakkalegt myndefnið. Það er dramatík í sögunni um stíflusprengjuna, en kannski ekki alveg svona mikil.Niðurstaða: Þrælskemmtileg og fróðleg mynd um stórmerkilegan atburð.HVELLUR from Ground Control Productions on Vimeo. Gagnrýni Mest lesið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bíó. Hvellur. Leikstjórn: Grímur Hákonarson Árið 1970 tóku bændur í Mývatnssveit sig saman og sprengdu upp stíflu í Laxá sem ógnaði lífríki á svæðinu. 113 lýstu verkinu á hendur sér, og í dag er talað um atburðinn sem eins konar upphafspunkt í sögu náttúruverndar á Íslandi. Heimildarmyndin Hvellur segir þessa mögnuðu sögu frá hlið bændanna, en samstaða þeirra, auk innherjaupplýsinga frá skæruliðahreyfingum í Suður-Ameríku, varð til þess að erfitt var að draga einhvern til ábyrgðar. Nú er nægilega langt liðið frá atburðinum til þess að sekir og meðsekir geti sagt söguna með glott á vörum. Enda er margt við þessa sögu bráðfyndið. Ekki er neitt sérlega mikið til af myndefni frá þessari deilu, en harðmæltir og frásagnarglaðir viðmælendur brúa það bil í nýlegum viðtölum. Flestir voru þeir viðstaddir sprenginguna, eða eru að öðru leyti tengdir atburðarásinni. Eins og ávallt þegar hlustað er á góða sögumenn fer áhorfandinn að myndskreyta frásagnirnar í huganum, svo eftir stendur mun meira „myndefni" en í raun og veru er í myndinni. Leikstjórinn Grímur pakkar efninu smekklega inn og skreytir sögurnar með landslagsmyndum frá svæðinu og því fréttaefni sem til er. Þetta gerir hann afar vel en hann er fyrir löngu orðinn einn af okkar allra fremstu heimildarmyndagerðarmönnum. Falleg tónlist Valgeirs Sigurðssonar stingur þó eilítið í stúf, og passar á köflum illa við glaðhlakkalegt myndefnið. Það er dramatík í sögunni um stíflusprengjuna, en kannski ekki alveg svona mikil.Niðurstaða: Þrælskemmtileg og fróðleg mynd um stórmerkilegan atburð.HVELLUR from Ground Control Productions on Vimeo.
Gagnrýni Mest lesið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira