Kjartan Sveinsson er hættur í Sigur Rós Freyr Bjarnason skrifar 25. janúar 2013 07:00 Kjartan Sveinsson (lengst til vinstri) ásamt fyrrum félögum sínum í Sigur Rós.fréttablaðið/gva Hljómborðsleikarinn Kjartan Sveinsson er hættur í hljómsveitinni Sigur Rós eftir að hafa verið meðlimur hennar í fimmtán ár. Fréttablaðið fékk þetta staðfest úr herbúðum sveitarinnar í gær. Sigur Rós verður framvegis þriggja manna hljómsveit, skipuð stofnmeðlimunum Jóni Þóri Birgissyni og Georg Holm, og Orra Páli Dýrasyni. Enginn liðsmaður verður fenginn í stað Kjartans, nema á tónleikaferðum. Sigur Rós er á síðustu metrunum að klára nýja plötu sem er væntanleg síðar á þessu ári. Upptökur hófust hér á landi í fyrra en hafa staðið yfir í Los Angeles að undanförnu, án aðkomu Kjartans. Brotthvarf hans hefur legið í loftinu í nokkurn tíma. Þrátt fyrir að hafa spilað inn á síðustu plötu Sigur Rósar, Valtari, tók Kjartan ekki þátt í tónleikaferð um heiminn til að fylgja henni eftir. Samningur Sigur Rósar við stórfyrirtækið EMI, sem hefur gefið út síðustu plötur sveitarinnar í Evrópu og í Asíu, rann út eftir útgáfu Valtara. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vildi Kjartan virða samninginn við EMI áður en hann hyrfi á braut. Kjartan vildi ekki ræða við Fréttablaðið um brotthvarf sitt. Hann ætlar að halda áfram að semja kvikmyndatónlist og starfa sem upptökustjóri, auk þess sem hann er eigandi hljóðversins Sundlaugarinnar ásamt Birgi Jóni Birgissyni. Tónlist Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Fleiri fréttir Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Hljómborðsleikarinn Kjartan Sveinsson er hættur í hljómsveitinni Sigur Rós eftir að hafa verið meðlimur hennar í fimmtán ár. Fréttablaðið fékk þetta staðfest úr herbúðum sveitarinnar í gær. Sigur Rós verður framvegis þriggja manna hljómsveit, skipuð stofnmeðlimunum Jóni Þóri Birgissyni og Georg Holm, og Orra Páli Dýrasyni. Enginn liðsmaður verður fenginn í stað Kjartans, nema á tónleikaferðum. Sigur Rós er á síðustu metrunum að klára nýja plötu sem er væntanleg síðar á þessu ári. Upptökur hófust hér á landi í fyrra en hafa staðið yfir í Los Angeles að undanförnu, án aðkomu Kjartans. Brotthvarf hans hefur legið í loftinu í nokkurn tíma. Þrátt fyrir að hafa spilað inn á síðustu plötu Sigur Rósar, Valtari, tók Kjartan ekki þátt í tónleikaferð um heiminn til að fylgja henni eftir. Samningur Sigur Rósar við stórfyrirtækið EMI, sem hefur gefið út síðustu plötur sveitarinnar í Evrópu og í Asíu, rann út eftir útgáfu Valtara. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vildi Kjartan virða samninginn við EMI áður en hann hyrfi á braut. Kjartan vildi ekki ræða við Fréttablaðið um brotthvarf sitt. Hann ætlar að halda áfram að semja kvikmyndatónlist og starfa sem upptökustjóri, auk þess sem hann er eigandi hljóðversins Sundlaugarinnar ásamt Birgi Jóni Birgissyni.
Tónlist Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Fleiri fréttir Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira