Mögnuð endurkoma hjá Sixto Rodriguez Freyr Bjarnason skrifar 24. janúar 2013 07:00 Bandaríski tónlistarmaðurinn Sixto Rodriguez hefur heldur betur slegið í gegn upp á síðkastið.nordipchotos/getty Bandaríski tónlistarmaðurinn Sixto Rodriguez hefur slegið í gegn eftir að heimildarmyndin Searching For Sugarman var frumsýnd á síðasta ári. Hinn sjötugi Rodriguez hefur verið kallaður „mesta tónlistarátrúnaðargoð áttunda áratugarins sem aldrei varð frægt". Núna eftir sýningu þessarar verðlaunuðu myndar, sem var nýlega tilnefnd til Óskarsverðlaunanna, virðist sem hans tími í sviðsljósinu hafi loksins runnið upp. Hann er bókaður á tónleikum á „heimavelli" sínum í Suður-Afríku, Ástralíu og Bandaríkjunum á næstu mánuðum og í sumar spilar hann á hátíðunum Glastonbury, Coachella og Primavera. Einnig spilar hann í hinni virtu tónleikahöll Royal Albert Hall í London. Í nóvember spilaði hann þrettán sinnum fyrir fullu húsi, þrjú þúsund manns, í Bretlandi og nýtur því greinilega mikilla vinsælda þar. Þegar upptökustjórar sáu Rodriguez spila á bar í Detroit seint á sjöunda áratugnum héldu þeir að þeir hefðu uppgötvað hinn nýja Bob Dylan. Tónlistin var af þjóðlagaætt með sækadelískum undirtón og innihaldsríkum, andfélagslegum textum um veruleikann í Detroit. Einhverra hluta vegna var bandarískur almenningur ekki sammála. Fyrsta plata þessa Bandaríkjamanns sem er af mexíkóskum uppruna, Cold Fact, fékk mjög góða dóma og einnig sú næsta, Coming To Reality, en sárafáir keyptu þær. Rodriguez hvarf sjónum og orðrómur var lengi uppi um að hann hefði framið sjálfsvíg uppi á sviði. Eftir að sjóræningjaútgáfa af Cold Fact komst til Suður-Afríku varð hún ekki bara svakalega vinsæl, heldur varð hún óopinber biblía ungra mótmælenda gegn aðskilnaðarstefnunni. En það var ekki fyrr en tveir aðdáendur Rodriguez, Stephen „Sugar" Segerman og Craig Bartholemew, komust að því að hann væri enn á lífi og ætti heima í Detroit án þess að hafa hugmynd um að litið væri á hann sem goðsögn í Suður-Afríku, að boltinn fór að rúlla. Það eru ekki bara vel samin lög og textar Rodriguez í bland við Öskubuskusögu hans sem hafa heillað fólk eftir að myndin kom út. Hógværð hans og það hversu laus hann er við alla tilgerð hefur fallið í kramið því þessir mannkostir eru óvenjulegir í tónlistarbransanum. Tónlist Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Bandaríski tónlistarmaðurinn Sixto Rodriguez hefur slegið í gegn eftir að heimildarmyndin Searching For Sugarman var frumsýnd á síðasta ári. Hinn sjötugi Rodriguez hefur verið kallaður „mesta tónlistarátrúnaðargoð áttunda áratugarins sem aldrei varð frægt". Núna eftir sýningu þessarar verðlaunuðu myndar, sem var nýlega tilnefnd til Óskarsverðlaunanna, virðist sem hans tími í sviðsljósinu hafi loksins runnið upp. Hann er bókaður á tónleikum á „heimavelli" sínum í Suður-Afríku, Ástralíu og Bandaríkjunum á næstu mánuðum og í sumar spilar hann á hátíðunum Glastonbury, Coachella og Primavera. Einnig spilar hann í hinni virtu tónleikahöll Royal Albert Hall í London. Í nóvember spilaði hann þrettán sinnum fyrir fullu húsi, þrjú þúsund manns, í Bretlandi og nýtur því greinilega mikilla vinsælda þar. Þegar upptökustjórar sáu Rodriguez spila á bar í Detroit seint á sjöunda áratugnum héldu þeir að þeir hefðu uppgötvað hinn nýja Bob Dylan. Tónlistin var af þjóðlagaætt með sækadelískum undirtón og innihaldsríkum, andfélagslegum textum um veruleikann í Detroit. Einhverra hluta vegna var bandarískur almenningur ekki sammála. Fyrsta plata þessa Bandaríkjamanns sem er af mexíkóskum uppruna, Cold Fact, fékk mjög góða dóma og einnig sú næsta, Coming To Reality, en sárafáir keyptu þær. Rodriguez hvarf sjónum og orðrómur var lengi uppi um að hann hefði framið sjálfsvíg uppi á sviði. Eftir að sjóræningjaútgáfa af Cold Fact komst til Suður-Afríku varð hún ekki bara svakalega vinsæl, heldur varð hún óopinber biblía ungra mótmælenda gegn aðskilnaðarstefnunni. En það var ekki fyrr en tveir aðdáendur Rodriguez, Stephen „Sugar" Segerman og Craig Bartholemew, komust að því að hann væri enn á lífi og ætti heima í Detroit án þess að hafa hugmynd um að litið væri á hann sem goðsögn í Suður-Afríku, að boltinn fór að rúlla. Það eru ekki bara vel samin lög og textar Rodriguez í bland við Öskubuskusögu hans sem hafa heillað fólk eftir að myndin kom út. Hógværð hans og það hversu laus hann er við alla tilgerð hefur fallið í kramið því þessir mannkostir eru óvenjulegir í tónlistarbransanum.
Tónlist Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira