Tók myndbandið upp í stofunni heima hjá sér Álfrún Pálsdóttir skrifar 21. janúar 2013 21:00 "Mesta verkið var trúlega að tæma hillurnar og raða í þær aftur eftir tökur," segir Harald Haraldsson sem leikstýrði myndbandi dúettsins Barregaard&Briem við lagið Love With You en myndbandið hefur vakið athygli á ýmsum vígstöðum síðan það var frumsýnt hér á Vísi fyrir um mánuði síðan. Fyrir viku var myndbandið valið á forsíðu hinnar vinsælu Vimeo-síðu og yfir fjörutíu þúsund manns sáu það þar. Þá hafa umfjallanir um myndbandið birst á hönnunarsíðunum Dezeen.com og The Creators Project sem báðar hæla verkinu. Þetta er fyrsta tónlistarmyndbandið sem Harald gerir en hann er menntaður rafmagns-og tölvuverkfræðingur. "Gerð myndbandsins var frekar einföld. Það var tekið upp á einni kvöldstund, að mestu í stofunni heima. Fyrst tók ég upp söngvarann og leikkonuna í stúdíói hjá mér. Svo fór ég heim og varpaði myndbandinu á tómar hillurnar," segir Harald en þannig mynduðust skemmtilegir skuggar. "Það er notkunin á hillunum sem hefur vakið athygli í hönnunarheiminum. Mér datt þetta nú bara í hug einn daginn þar sem ég sat inn í stofu og horfði á hillurnar. Mig grunaði að þetta myndi vekja einhverja athygli." Hér að ofan getur þú séð myndskeiðið með því að smella á hlekkinn „Horfa á myndskeið með frétt“ en þú getur líka séð það á YouTube.Harald starfar sjálfstætt og hefur einbeitt sér að stórum verkefnum fyrir auglýsingageirann. Hann hefur meðal annars leikstýrt tæknilegum auglýsingum fyrir Símann og Airwaves-tónlistarhátíðina. "Ég fór í framhaldsnám til Tókýó þar sem ég sérhæfði mig í tölvusjón, innan rafmagns-og tölvuverkfræðinnar, sem meðal annars er tæknin sem er notuð til að þróa vélmenni og sjálfvirka bíla. Ég reyni að nýta þessa tækni á skapandi hátt. Nú vona ég bara að lagið sjálft fái jafn mikla athygli og myndbandið því það er sannkallaður poppsmellur."Tengdar greinar:Nýtt myndband Baaregaard & Briem frumsýnt á Vísi.Hér er mynd úr auglýsingu sem Harald gerði fyrir Símann. Tónlist Mest lesið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
"Mesta verkið var trúlega að tæma hillurnar og raða í þær aftur eftir tökur," segir Harald Haraldsson sem leikstýrði myndbandi dúettsins Barregaard&Briem við lagið Love With You en myndbandið hefur vakið athygli á ýmsum vígstöðum síðan það var frumsýnt hér á Vísi fyrir um mánuði síðan. Fyrir viku var myndbandið valið á forsíðu hinnar vinsælu Vimeo-síðu og yfir fjörutíu þúsund manns sáu það þar. Þá hafa umfjallanir um myndbandið birst á hönnunarsíðunum Dezeen.com og The Creators Project sem báðar hæla verkinu. Þetta er fyrsta tónlistarmyndbandið sem Harald gerir en hann er menntaður rafmagns-og tölvuverkfræðingur. "Gerð myndbandsins var frekar einföld. Það var tekið upp á einni kvöldstund, að mestu í stofunni heima. Fyrst tók ég upp söngvarann og leikkonuna í stúdíói hjá mér. Svo fór ég heim og varpaði myndbandinu á tómar hillurnar," segir Harald en þannig mynduðust skemmtilegir skuggar. "Það er notkunin á hillunum sem hefur vakið athygli í hönnunarheiminum. Mér datt þetta nú bara í hug einn daginn þar sem ég sat inn í stofu og horfði á hillurnar. Mig grunaði að þetta myndi vekja einhverja athygli." Hér að ofan getur þú séð myndskeiðið með því að smella á hlekkinn „Horfa á myndskeið með frétt“ en þú getur líka séð það á YouTube.Harald starfar sjálfstætt og hefur einbeitt sér að stórum verkefnum fyrir auglýsingageirann. Hann hefur meðal annars leikstýrt tæknilegum auglýsingum fyrir Símann og Airwaves-tónlistarhátíðina. "Ég fór í framhaldsnám til Tókýó þar sem ég sérhæfði mig í tölvusjón, innan rafmagns-og tölvuverkfræðinnar, sem meðal annars er tæknin sem er notuð til að þróa vélmenni og sjálfvirka bíla. Ég reyni að nýta þessa tækni á skapandi hátt. Nú vona ég bara að lagið sjálft fái jafn mikla athygli og myndbandið því það er sannkallaður poppsmellur."Tengdar greinar:Nýtt myndband Baaregaard & Briem frumsýnt á Vísi.Hér er mynd úr auglýsingu sem Harald gerði fyrir Símann.
Tónlist Mest lesið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira