Tók myndbandið upp í stofunni heima hjá sér Álfrún Pálsdóttir skrifar 21. janúar 2013 21:00 "Mesta verkið var trúlega að tæma hillurnar og raða í þær aftur eftir tökur," segir Harald Haraldsson sem leikstýrði myndbandi dúettsins Barregaard&Briem við lagið Love With You en myndbandið hefur vakið athygli á ýmsum vígstöðum síðan það var frumsýnt hér á Vísi fyrir um mánuði síðan. Fyrir viku var myndbandið valið á forsíðu hinnar vinsælu Vimeo-síðu og yfir fjörutíu þúsund manns sáu það þar. Þá hafa umfjallanir um myndbandið birst á hönnunarsíðunum Dezeen.com og The Creators Project sem báðar hæla verkinu. Þetta er fyrsta tónlistarmyndbandið sem Harald gerir en hann er menntaður rafmagns-og tölvuverkfræðingur. "Gerð myndbandsins var frekar einföld. Það var tekið upp á einni kvöldstund, að mestu í stofunni heima. Fyrst tók ég upp söngvarann og leikkonuna í stúdíói hjá mér. Svo fór ég heim og varpaði myndbandinu á tómar hillurnar," segir Harald en þannig mynduðust skemmtilegir skuggar. "Það er notkunin á hillunum sem hefur vakið athygli í hönnunarheiminum. Mér datt þetta nú bara í hug einn daginn þar sem ég sat inn í stofu og horfði á hillurnar. Mig grunaði að þetta myndi vekja einhverja athygli." Hér að ofan getur þú séð myndskeiðið með því að smella á hlekkinn „Horfa á myndskeið með frétt“ en þú getur líka séð það á YouTube.Harald starfar sjálfstætt og hefur einbeitt sér að stórum verkefnum fyrir auglýsingageirann. Hann hefur meðal annars leikstýrt tæknilegum auglýsingum fyrir Símann og Airwaves-tónlistarhátíðina. "Ég fór í framhaldsnám til Tókýó þar sem ég sérhæfði mig í tölvusjón, innan rafmagns-og tölvuverkfræðinnar, sem meðal annars er tæknin sem er notuð til að þróa vélmenni og sjálfvirka bíla. Ég reyni að nýta þessa tækni á skapandi hátt. Nú vona ég bara að lagið sjálft fái jafn mikla athygli og myndbandið því það er sannkallaður poppsmellur."Tengdar greinar:Nýtt myndband Baaregaard & Briem frumsýnt á Vísi.Hér er mynd úr auglýsingu sem Harald gerði fyrir Símann. Tónlist Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
"Mesta verkið var trúlega að tæma hillurnar og raða í þær aftur eftir tökur," segir Harald Haraldsson sem leikstýrði myndbandi dúettsins Barregaard&Briem við lagið Love With You en myndbandið hefur vakið athygli á ýmsum vígstöðum síðan það var frumsýnt hér á Vísi fyrir um mánuði síðan. Fyrir viku var myndbandið valið á forsíðu hinnar vinsælu Vimeo-síðu og yfir fjörutíu þúsund manns sáu það þar. Þá hafa umfjallanir um myndbandið birst á hönnunarsíðunum Dezeen.com og The Creators Project sem báðar hæla verkinu. Þetta er fyrsta tónlistarmyndbandið sem Harald gerir en hann er menntaður rafmagns-og tölvuverkfræðingur. "Gerð myndbandsins var frekar einföld. Það var tekið upp á einni kvöldstund, að mestu í stofunni heima. Fyrst tók ég upp söngvarann og leikkonuna í stúdíói hjá mér. Svo fór ég heim og varpaði myndbandinu á tómar hillurnar," segir Harald en þannig mynduðust skemmtilegir skuggar. "Það er notkunin á hillunum sem hefur vakið athygli í hönnunarheiminum. Mér datt þetta nú bara í hug einn daginn þar sem ég sat inn í stofu og horfði á hillurnar. Mig grunaði að þetta myndi vekja einhverja athygli." Hér að ofan getur þú séð myndskeiðið með því að smella á hlekkinn „Horfa á myndskeið með frétt“ en þú getur líka séð það á YouTube.Harald starfar sjálfstætt og hefur einbeitt sér að stórum verkefnum fyrir auglýsingageirann. Hann hefur meðal annars leikstýrt tæknilegum auglýsingum fyrir Símann og Airwaves-tónlistarhátíðina. "Ég fór í framhaldsnám til Tókýó þar sem ég sérhæfði mig í tölvusjón, innan rafmagns-og tölvuverkfræðinnar, sem meðal annars er tæknin sem er notuð til að þróa vélmenni og sjálfvirka bíla. Ég reyni að nýta þessa tækni á skapandi hátt. Nú vona ég bara að lagið sjálft fái jafn mikla athygli og myndbandið því það er sannkallaður poppsmellur."Tengdar greinar:Nýtt myndband Baaregaard & Briem frumsýnt á Vísi.Hér er mynd úr auglýsingu sem Harald gerði fyrir Símann.
Tónlist Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira