2013 verður Bowie-ár Trausti Júlíusson skrifar 17. janúar 2013 06:00 Við Bowie-aðdáendur vöknuðum upp við þær óvæntu og ánægjulegu fréttir á 66 ára afmæli söngvarans 8. janúar að það var komið út nýtt lag með honum og fyrsta platan hans með nýju efni í tæp tíu ár væntanleg 11. mars. Lagið, Where Are We Now, hefur fengið góðar viðtökur. Það er rólegt og melankólískt og maður heyrir að röddin er orðin eldri og viðkvæmari. Bowie sjálfur hefur ekki enn gefið kost á viðtali, en upptökustjórinn Tony Visconti, sem hefur mikið unnið með Bowie, hefur veitt nokkur viðtöl. Hann segir að þeir hafi unnið plötuna, The Next Day, á síðustu tveimur árum. Hann segist undrandi á valinu á fyrsta smáskífulaginu og segir að platan sé mun rokkaðri en þetta fyrsta lag gefur til kynna. Hann sagði líka þetta: „Þeir sem vilja sígilt Bowie-efni fá það og þeir sem vilja eitthvað nýtt fá það líka." Hljómar eins og fínasti auglýsingatexti… Um leið og fréttin barst af útgáfu The Next Day myndaðist mikil stemning. Fjölmiðlar kepptust um að fjalla um málið og platan fór beint á topp Amazon-listans í Bretlandi, þó að hún komi ekki út fyrr en eftir tvo mánuði. Bretar elska Bowie og sú hrifning minnkaði ekki þegar lagið Heroes var spilað undir innkomu heimamanna á setningarathöfn Ólympíuleikanna í fyrra. Tímasetningin á nýrri plötu er þess vegna fullkomin. Það stefnir á að 2013 verði mikið Bowie-ár, því að auk nýrrar plötu verður stór yfirlitssýning um David Bowie opnuð í Victoria & Albert Museum í London 23. mars og stendur fram á sumar. Það verður að vísu engin tónleikaferð í kjölfar útgáfu The Next Day, en Bowie útilokar ekki að halda eina tónleika. Tónlist Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Við Bowie-aðdáendur vöknuðum upp við þær óvæntu og ánægjulegu fréttir á 66 ára afmæli söngvarans 8. janúar að það var komið út nýtt lag með honum og fyrsta platan hans með nýju efni í tæp tíu ár væntanleg 11. mars. Lagið, Where Are We Now, hefur fengið góðar viðtökur. Það er rólegt og melankólískt og maður heyrir að röddin er orðin eldri og viðkvæmari. Bowie sjálfur hefur ekki enn gefið kost á viðtali, en upptökustjórinn Tony Visconti, sem hefur mikið unnið með Bowie, hefur veitt nokkur viðtöl. Hann segir að þeir hafi unnið plötuna, The Next Day, á síðustu tveimur árum. Hann segist undrandi á valinu á fyrsta smáskífulaginu og segir að platan sé mun rokkaðri en þetta fyrsta lag gefur til kynna. Hann sagði líka þetta: „Þeir sem vilja sígilt Bowie-efni fá það og þeir sem vilja eitthvað nýtt fá það líka." Hljómar eins og fínasti auglýsingatexti… Um leið og fréttin barst af útgáfu The Next Day myndaðist mikil stemning. Fjölmiðlar kepptust um að fjalla um málið og platan fór beint á topp Amazon-listans í Bretlandi, þó að hún komi ekki út fyrr en eftir tvo mánuði. Bretar elska Bowie og sú hrifning minnkaði ekki þegar lagið Heroes var spilað undir innkomu heimamanna á setningarathöfn Ólympíuleikanna í fyrra. Tímasetningin á nýrri plötu er þess vegna fullkomin. Það stefnir á að 2013 verði mikið Bowie-ár, því að auk nýrrar plötu verður stór yfirlitssýning um David Bowie opnuð í Victoria & Albert Museum í London 23. mars og stendur fram á sumar. Það verður að vísu engin tónleikaferð í kjölfar útgáfu The Next Day, en Bowie útilokar ekki að halda eina tónleika.
Tónlist Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira