Heilsteypt og fagurt Jónas Sen skrifar 16. janúar 2013 06:00 Sæunn Þorsteinsdóttir. Tónleikar. Sæunn Þorsteinsdóttir og Sam Armstrong. Verk eftir Beethoven, Brahms, Britten og Martinu Hafnarborg, 13. janúar. Sæunn Þorsteinsdóttir sellóleikari og Sam Armstrong píanóleikari héldu tónleika í Hafnarborg sunnudaginn 13. janúar. Sæunn Þorsteinsdóttir sellóleikari haslaði sér völl fyrir allnokkru sem einn besti hljóðfæraleikari þjóðarinnar. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum með tónleikana sem hún hélt í Hafnarborg á sunnudagskvöldið. Með Sæunni spilaði Sam Armstrong á píanóið. Það er dálítið skondið að heita Armstrong og vera píanóleikari; Armstrong var langt frá því að vera harðhentur. Sellóið er í sjálfu sér ekki hljómsterkt, auðvelt er að drekkja því með öflugum píanóleik. En Armstrong var mjúkhentur og samspil hljóðfæraleikaranna var í alla staði til fyrirmyndar. Tímasetningar voru nákvæmar, styrkleikajafnvægið pottþétt, túlkunin samhæfð og heilsteypt. Fyrst á dagskrá var stef úr Töfraflautu Mozarts sem Beethoven gerði tilbrigði við. Á nútímamáli myndi það kallast lag eftir Mozart, rímix eftir Beethoven. Sá síðarnefndi var snillingur í að gera tilbrigði, hugmyndaflugið var takmarkalaust, innblásturinn óþrjótandi. Tónlistin fór í allar áttir. Flutningurinn nú var sömuleiðis skemmtilega hugmyndaríkur og lifandi. Sæunn hefur mjög opinn tón, það eru miklar tilfinningar í spilinu sem fá að flæða alveg óheftar. Þetta kom vel út í verki Beethovens. Sömu sögu er að segja um sex lög eftir Brahms, hér útsett fyrir selló og píanó. Og sónatan op. 65 eftir Britten var frábær. Hún var leikin af einstakri andagift, ferskleika, tæknilegum yfirburðum og dirfsku. Tilbrigði eftir Martinu við útfærslu Paganinis á stefi úr óperunni Móses í Egyptalandi eftir Rossini (já, þetta er langsótt) voru líka afburðaskemmtileg. Túlkunin var spennuþrungin og grípandi, kraftmikil og full af andstæðum. Eini mínusinn við tónleikana var aukalagið. Það var Elegía eftir Michael Jón Clarke. Hún virkaði svo mikið eins og stæling á Vókalísu Rachmaninoffs að það var hálfpínlegt. Niðurstaða: Með einni undantekningu voru þetta frábærir tónleikar. Gagnrýni Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira
Tónleikar. Sæunn Þorsteinsdóttir og Sam Armstrong. Verk eftir Beethoven, Brahms, Britten og Martinu Hafnarborg, 13. janúar. Sæunn Þorsteinsdóttir sellóleikari og Sam Armstrong píanóleikari héldu tónleika í Hafnarborg sunnudaginn 13. janúar. Sæunn Þorsteinsdóttir sellóleikari haslaði sér völl fyrir allnokkru sem einn besti hljóðfæraleikari þjóðarinnar. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum með tónleikana sem hún hélt í Hafnarborg á sunnudagskvöldið. Með Sæunni spilaði Sam Armstrong á píanóið. Það er dálítið skondið að heita Armstrong og vera píanóleikari; Armstrong var langt frá því að vera harðhentur. Sellóið er í sjálfu sér ekki hljómsterkt, auðvelt er að drekkja því með öflugum píanóleik. En Armstrong var mjúkhentur og samspil hljóðfæraleikaranna var í alla staði til fyrirmyndar. Tímasetningar voru nákvæmar, styrkleikajafnvægið pottþétt, túlkunin samhæfð og heilsteypt. Fyrst á dagskrá var stef úr Töfraflautu Mozarts sem Beethoven gerði tilbrigði við. Á nútímamáli myndi það kallast lag eftir Mozart, rímix eftir Beethoven. Sá síðarnefndi var snillingur í að gera tilbrigði, hugmyndaflugið var takmarkalaust, innblásturinn óþrjótandi. Tónlistin fór í allar áttir. Flutningurinn nú var sömuleiðis skemmtilega hugmyndaríkur og lifandi. Sæunn hefur mjög opinn tón, það eru miklar tilfinningar í spilinu sem fá að flæða alveg óheftar. Þetta kom vel út í verki Beethovens. Sömu sögu er að segja um sex lög eftir Brahms, hér útsett fyrir selló og píanó. Og sónatan op. 65 eftir Britten var frábær. Hún var leikin af einstakri andagift, ferskleika, tæknilegum yfirburðum og dirfsku. Tilbrigði eftir Martinu við útfærslu Paganinis á stefi úr óperunni Móses í Egyptalandi eftir Rossini (já, þetta er langsótt) voru líka afburðaskemmtileg. Túlkunin var spennuþrungin og grípandi, kraftmikil og full af andstæðum. Eini mínusinn við tónleikana var aukalagið. Það var Elegía eftir Michael Jón Clarke. Hún virkaði svo mikið eins og stæling á Vókalísu Rachmaninoffs að það var hálfpínlegt. Niðurstaða: Með einni undantekningu voru þetta frábærir tónleikar.
Gagnrýni Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira