Raunsæ og óvæmin ástarsaga Sara McMahon skrifar 15. janúar 2013 08:30 Bíó. Ryð og bein (De rouille et d'os). Leikstjórn: Jacques Audiard. Leikarar: Marion Cotillard, Matthias Schoenaerts, Armand Verdure og Corinne Masiero. Kvikmyndin Ryð og bein er byggð á smásögusafni kanadíska rithöfundarins Craig Davidson og segir frá sambandi Stéphanie, sem starfar sem hvalatemjari, og Ali, einstæðum föður sem fær aukatekjur með því að keppa í ólöglegum hnefaleikum. Stéphanie missir báða fæturna í vinnuslysi og glímir við þunglyndi í kjölfar slyssins. Hún leitar huggunar og stuðnings hjá hinum ófeimna og hispurslausa Ali og með tíð og tíma þróast vinátta þeirra út í kæruleysislegt ástarsamband. Samband Ali við ungan son sinn, Sam, er þó þvingað. Ali er sjálfselskur og virðist eiga í erfiðleikum með að finna sig í föðurhlutverkinu og tengjast syninum. Schoenaerts, Cotillard og hinn ungi Verdure sýna öll frábæran leik undir leikstjórn Audiard og er það frammistöðu þeirra að þakka að myndin nær því aldrei að verða væmin eða hallærisleg þó að verið sé að spila með hádramatískar tilfinningar fólks. Inn í ástarsögu Ali og Stéphanie tvinnast svo aðrar minni sögur; barátta stéttarfélaga við auðvaldið, samband Ali við systur sína og mág, hörð lífsbarátta láglaunafólks og samband Ali við son sinn. Niðurstaða: Frábærlega vel leikin og hádramatísk mynd sem verður þó aldrei væmin. Gagnrýni Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira
Bíó. Ryð og bein (De rouille et d'os). Leikstjórn: Jacques Audiard. Leikarar: Marion Cotillard, Matthias Schoenaerts, Armand Verdure og Corinne Masiero. Kvikmyndin Ryð og bein er byggð á smásögusafni kanadíska rithöfundarins Craig Davidson og segir frá sambandi Stéphanie, sem starfar sem hvalatemjari, og Ali, einstæðum föður sem fær aukatekjur með því að keppa í ólöglegum hnefaleikum. Stéphanie missir báða fæturna í vinnuslysi og glímir við þunglyndi í kjölfar slyssins. Hún leitar huggunar og stuðnings hjá hinum ófeimna og hispurslausa Ali og með tíð og tíma þróast vinátta þeirra út í kæruleysislegt ástarsamband. Samband Ali við ungan son sinn, Sam, er þó þvingað. Ali er sjálfselskur og virðist eiga í erfiðleikum með að finna sig í föðurhlutverkinu og tengjast syninum. Schoenaerts, Cotillard og hinn ungi Verdure sýna öll frábæran leik undir leikstjórn Audiard og er það frammistöðu þeirra að þakka að myndin nær því aldrei að verða væmin eða hallærisleg þó að verið sé að spila með hádramatískar tilfinningar fólks. Inn í ástarsögu Ali og Stéphanie tvinnast svo aðrar minni sögur; barátta stéttarfélaga við auðvaldið, samband Ali við systur sína og mág, hörð lífsbarátta láglaunafólks og samband Ali við son sinn. Niðurstaða: Frábærlega vel leikin og hádramatísk mynd sem verður þó aldrei væmin.
Gagnrýni Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira