Þjóðin fær aukið vald í Söngvakeppninni í ár 9. janúar 2013 13:00 Fjölmiðlafólkið Þórhallur og Gunna Dís kynna Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár en þetta er frumraun beggja á sviði keppninnar. „Auðvitað hafði gagnrýnin í fyrra með þessa ákvörðun að gera því við viljum alltaf gera betur. Þessi aðferð er notuð víða, í mismunandi útfærslum, svo það verður gaman að sjá hvernig þetta kemur út hér,“ segir Hera Ólafsdóttir hjá Rúv. Tólf lög berjast um sigur í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár en hún er undankeppni Eurovision. Þau skiptast niður á tvær forkeppnir og komast sex lög áfram í úrslitin, mögulega sjö ef mjótt verður á munum. Í úrslitakeppninni gilda atkvæði þjóðarinnar til helmings við atkvæði sérstakar dómnefndar, sem endranær. Sú breyting verður þó á í ár að þau tvö efstu heyja einvígi sín á milli og verða flutt aftur þegar úrslitin liggja fyrir. Áhorfendur fá þá tækifæri til að kjósa á milli þeirra tveggja og það sem sigrar þá kosningu sigrar keppnina. Valið um sigurlagið liggur því að lokum hjá þjóðinni en á síðasta ári sköpuðust umræður um vægi dómnefndar. Undankeppnirnar fara fram 25. og 26. janúar í Hörpu og úrslitin þann 2. febrúar. Það kemur í hlut Þórhalls Gunnarssonar og Guðrúnar Dísar Emilsdóttur að kynna keppnina í ár en bæði stíga þau sín fyrstu skref í Söngvakeppninni. Þeim til halds og trausts verða svo ýmsir gestir sem kemur í ljós á næstu dögum hverjir verða. „Það verður tuttugu mínútna upphitun fyrir allar keppnirnar þrjár og þar fara þessir gestir í forsvari,“ segir Hera. Frumflutningur á lögunum tólf hefst á Rás 2 á mánudaginn.- trs Tónlist Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Auðvitað hafði gagnrýnin í fyrra með þessa ákvörðun að gera því við viljum alltaf gera betur. Þessi aðferð er notuð víða, í mismunandi útfærslum, svo það verður gaman að sjá hvernig þetta kemur út hér,“ segir Hera Ólafsdóttir hjá Rúv. Tólf lög berjast um sigur í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár en hún er undankeppni Eurovision. Þau skiptast niður á tvær forkeppnir og komast sex lög áfram í úrslitin, mögulega sjö ef mjótt verður á munum. Í úrslitakeppninni gilda atkvæði þjóðarinnar til helmings við atkvæði sérstakar dómnefndar, sem endranær. Sú breyting verður þó á í ár að þau tvö efstu heyja einvígi sín á milli og verða flutt aftur þegar úrslitin liggja fyrir. Áhorfendur fá þá tækifæri til að kjósa á milli þeirra tveggja og það sem sigrar þá kosningu sigrar keppnina. Valið um sigurlagið liggur því að lokum hjá þjóðinni en á síðasta ári sköpuðust umræður um vægi dómnefndar. Undankeppnirnar fara fram 25. og 26. janúar í Hörpu og úrslitin þann 2. febrúar. Það kemur í hlut Þórhalls Gunnarssonar og Guðrúnar Dísar Emilsdóttur að kynna keppnina í ár en bæði stíga þau sín fyrstu skref í Söngvakeppninni. Þeim til halds og trausts verða svo ýmsir gestir sem kemur í ljós á næstu dögum hverjir verða. „Það verður tuttugu mínútna upphitun fyrir allar keppnirnar þrjár og þar fara þessir gestir í forsvari,“ segir Hera. Frumflutningur á lögunum tólf hefst á Rás 2 á mánudaginn.- trs
Tónlist Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira