Vitlaus eða siðlaus? Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 9. janúar 2013 16:00 "Þegar snýr að hrollvekjum er það víst orðin klisja að tala um klisjur, en þær eru flestar hér.“ Bíó. Sinister. Leikstjórn: Scott Derrickson. Leikarar: Ethan Hawke, Juliet Rylance, Fred Thompson, Vincent D'Onofrio, James Ransone, Clare Foley, Michael Hall D'Addario. Rithöfundur flyst ásamt fjölskyldu sinni til smábæjar, þar sem hann hefur keypt hús sem fjöldamorð var framið í skömmu áður. Þetta gerir snillingurinn án þess að upplýsa eiginkonu sína um atburðina, en hann hyggst skrifa um þá bók. Uppi á háalofti hússins finnur hann svo pappakassa sem inniheldur sýningarvél og nokkra filmubauka, og er myndefnið miður kræsilegt. Þegar snýr að hrollvekjum er það víst orðin klisja að tala um klisjur, en þær eru flestar hér. Nægir þar að nefna höfuðklisjuna, drykkfellda rithöfundinn sem reynir að skrifa bók í miðjum draugagangi. Hér höfum við Ethan Hawke, flottan leikara sem er fyrir löngu búinn að sanna sig, reynandi sitt besta í vonlausum karakter sem maður veit aldrei almennilega hvort er vitlaus eða siðlaus. Hélt hann að konan sín yrði meira en sólarhring að komast að því að hún byggi á vettvangi fjöldamorðs? Krakkarnir þeirra heyrðu allavega af því strax á fyrsta skóladegi. Og hví ætti okkur ekki að vera skítsama um mann sem heldur mikilvægum sönnunargögnum í morðmáli fyrir sjálfan sig og bókina sína? Suma handritsgalla mætti reyndar fyrirgefa ef Sinister væri nógu hrollvekjandi, sem hún er alls ekki. Þó verð ég að telja henni það til tekna að hún lætur það eiga sig að bregða manni að óþörfu. Hér eru samt börn sem hreyfa sig undarlega, hopp-klippingar (jump cuts) og hljóðið keyrt í botn þegar púkarnir birtast. Allt glataði þetta ferskleika sínum fyrir löngu, jafnvel fyrir skræfu á borð við undirritaðan. Hrollvekja sem tekst ekki að hræða áhorfandann er eins og íslenska handboltalandsliðið þegar markmaðurinn er ekki í stuði. Leikurinn tapast þó að aðrir leikmenn spili fullkomlega. Niðurstaða: Hér er mikið reynt en ekkert gengur. Sinister er rýrasti hrollur síðasta árs. Gagnrýni Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Bíó. Sinister. Leikstjórn: Scott Derrickson. Leikarar: Ethan Hawke, Juliet Rylance, Fred Thompson, Vincent D'Onofrio, James Ransone, Clare Foley, Michael Hall D'Addario. Rithöfundur flyst ásamt fjölskyldu sinni til smábæjar, þar sem hann hefur keypt hús sem fjöldamorð var framið í skömmu áður. Þetta gerir snillingurinn án þess að upplýsa eiginkonu sína um atburðina, en hann hyggst skrifa um þá bók. Uppi á háalofti hússins finnur hann svo pappakassa sem inniheldur sýningarvél og nokkra filmubauka, og er myndefnið miður kræsilegt. Þegar snýr að hrollvekjum er það víst orðin klisja að tala um klisjur, en þær eru flestar hér. Nægir þar að nefna höfuðklisjuna, drykkfellda rithöfundinn sem reynir að skrifa bók í miðjum draugagangi. Hér höfum við Ethan Hawke, flottan leikara sem er fyrir löngu búinn að sanna sig, reynandi sitt besta í vonlausum karakter sem maður veit aldrei almennilega hvort er vitlaus eða siðlaus. Hélt hann að konan sín yrði meira en sólarhring að komast að því að hún byggi á vettvangi fjöldamorðs? Krakkarnir þeirra heyrðu allavega af því strax á fyrsta skóladegi. Og hví ætti okkur ekki að vera skítsama um mann sem heldur mikilvægum sönnunargögnum í morðmáli fyrir sjálfan sig og bókina sína? Suma handritsgalla mætti reyndar fyrirgefa ef Sinister væri nógu hrollvekjandi, sem hún er alls ekki. Þó verð ég að telja henni það til tekna að hún lætur það eiga sig að bregða manni að óþörfu. Hér eru samt börn sem hreyfa sig undarlega, hopp-klippingar (jump cuts) og hljóðið keyrt í botn þegar púkarnir birtast. Allt glataði þetta ferskleika sínum fyrir löngu, jafnvel fyrir skræfu á borð við undirritaðan. Hrollvekja sem tekst ekki að hræða áhorfandann er eins og íslenska handboltalandsliðið þegar markmaðurinn er ekki í stuði. Leikurinn tapast þó að aðrir leikmenn spili fullkomlega. Niðurstaða: Hér er mikið reynt en ekkert gengur. Sinister er rýrasti hrollur síðasta árs.
Gagnrýni Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira