Betri barnæska Steinunn Stefánsdóttir skrifar 9. janúar 2013 06:00 Heimur versandi fer er allt of vinsæll frasi. Á fjölmörgum og veigamiklum sviðum er samfélagið þó í stöðugri þróun til betri vegar. Þetta á ekki síst við um málaflokka sem tengjast börnum. Engum blöðum er um það að fletta að heimurinn sem börn samtímans alast upp í nú er allnokkru flóknari en sá sem ömmur þeirra og afar, að ekki sé talað um langömmur og langafa, ólust upp í; flóknari áreiti og margfalt fleiri möguleikar. Og flókinn heimur felur líka í sér margvíslegar hættur. Á móti kemur að börn samtímans eru talsvert betur búin til að takast á við þá hluti sem mæta þeim á lífsleiðinni en formæður þeirra og -feður. Ástæðan er ekki síst sú að menningin hefur þróast á þann veg að fullorðið fólk, bæði foreldrar og fjölskylda og líka það fólk sem starfar með börnum, hefur tekið upp þann góða sið að hlusta á börn og taka mark á þeim. Fréttablaðið greindi í gær frá því að átta börn hefðu á síðustu tveimur árum komið á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans vegna kynáttunarvanda – en það hugtak er notað um upplifun frá unga aldri um að hafa fæðst í röngu kyni og telja sig tilheyra hinu kyninu. Þetta er dæmi um vanda sem ekki þarf að fara langt aftur í tímann til að sjá fyrir sér að allar líkur hefðu verið á að þaggaður hefði verið niður, ef svo ólíklega hefði viljað til að barn hefði haft uppburði í sér til að orða hann. Barn með kynáttunarvanda hefur þurft að eiga hann við sig sjálft án nokkurrar leiðsagnar. Í Kastljósi síðustu tvö kvöld hefur þjóðin hlýtt á fullorðið fólk lýsa atvikum úr eigin æsku og æsku ástvina, kynferðislegri misnotkun sem þau geymdu ýmist með sjálfum sér eða töluðu um fyrir daufum eyrum. Maður, sem á allra vitorði var að níddist á börnum, vann í æskulýðsstarfi og var um langt árabil látinn vera yfirmaður ungra drengja á vinnustað í borginni. Börn voru vöruð við manninum en um áratuga skeið virðist fáum hafa dottið í hug að taka á meinsemdinni og kæra manninn til lögreglu. Börnin urðu bara sjálf að bjarga sér og vinna úr aðstæðum sínum. Undanfarin misseri hefur verið greint frá misnotkun á börnum innan kirkna og á heimilum sem veita áttu börnum skjól og víðar, misnotkun sem hafði verið þögguð niður um áratuga skeið. Hugrakkt fólk sem horfst hefur í augu við beiskar minningar hefur rutt braut sem afléttir þögguninni. Á sama tíma hefur sú þróun orðið að lagaramminn í kringum börn hefur skýrst, börn teljast börn til átján ára aldurs, réttindi þeirra eru skilgreind sérstaklega og þau eru upplýst um réttindi sín. Enn á þó eftir að lögfesta barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem fullgiltur var fyrir rúmlega 20 árum. Ekkert tækifæri skal látið ónotað til að minna á það. Fátt bendir til annars en að þróunin muni halda áfram, að virðing fyrir mannréttindum barna muni aukast frekar og þöggunarhulunni verði enn frekar aflétt af málum sem áður lágu í algeru þagnargildi. Sú þróun mun afdráttarlaust draga úr möguleikum níðinga á að skaða börn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman Skoðun
Heimur versandi fer er allt of vinsæll frasi. Á fjölmörgum og veigamiklum sviðum er samfélagið þó í stöðugri þróun til betri vegar. Þetta á ekki síst við um málaflokka sem tengjast börnum. Engum blöðum er um það að fletta að heimurinn sem börn samtímans alast upp í nú er allnokkru flóknari en sá sem ömmur þeirra og afar, að ekki sé talað um langömmur og langafa, ólust upp í; flóknari áreiti og margfalt fleiri möguleikar. Og flókinn heimur felur líka í sér margvíslegar hættur. Á móti kemur að börn samtímans eru talsvert betur búin til að takast á við þá hluti sem mæta þeim á lífsleiðinni en formæður þeirra og -feður. Ástæðan er ekki síst sú að menningin hefur þróast á þann veg að fullorðið fólk, bæði foreldrar og fjölskylda og líka það fólk sem starfar með börnum, hefur tekið upp þann góða sið að hlusta á börn og taka mark á þeim. Fréttablaðið greindi í gær frá því að átta börn hefðu á síðustu tveimur árum komið á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans vegna kynáttunarvanda – en það hugtak er notað um upplifun frá unga aldri um að hafa fæðst í röngu kyni og telja sig tilheyra hinu kyninu. Þetta er dæmi um vanda sem ekki þarf að fara langt aftur í tímann til að sjá fyrir sér að allar líkur hefðu verið á að þaggaður hefði verið niður, ef svo ólíklega hefði viljað til að barn hefði haft uppburði í sér til að orða hann. Barn með kynáttunarvanda hefur þurft að eiga hann við sig sjálft án nokkurrar leiðsagnar. Í Kastljósi síðustu tvö kvöld hefur þjóðin hlýtt á fullorðið fólk lýsa atvikum úr eigin æsku og æsku ástvina, kynferðislegri misnotkun sem þau geymdu ýmist með sjálfum sér eða töluðu um fyrir daufum eyrum. Maður, sem á allra vitorði var að níddist á börnum, vann í æskulýðsstarfi og var um langt árabil látinn vera yfirmaður ungra drengja á vinnustað í borginni. Börn voru vöruð við manninum en um áratuga skeið virðist fáum hafa dottið í hug að taka á meinsemdinni og kæra manninn til lögreglu. Börnin urðu bara sjálf að bjarga sér og vinna úr aðstæðum sínum. Undanfarin misseri hefur verið greint frá misnotkun á börnum innan kirkna og á heimilum sem veita áttu börnum skjól og víðar, misnotkun sem hafði verið þögguð niður um áratuga skeið. Hugrakkt fólk sem horfst hefur í augu við beiskar minningar hefur rutt braut sem afléttir þögguninni. Á sama tíma hefur sú þróun orðið að lagaramminn í kringum börn hefur skýrst, börn teljast börn til átján ára aldurs, réttindi þeirra eru skilgreind sérstaklega og þau eru upplýst um réttindi sín. Enn á þó eftir að lögfesta barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem fullgiltur var fyrir rúmlega 20 árum. Ekkert tækifæri skal látið ónotað til að minna á það. Fátt bendir til annars en að þróunin muni halda áfram, að virðing fyrir mannréttindum barna muni aukast frekar og þöggunarhulunni verði enn frekar aflétt af málum sem áður lágu í algeru þagnargildi. Sú þróun mun afdráttarlaust draga úr möguleikum níðinga á að skaða börn.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun