Furðulegasti rokkvarningur í heimi Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 8. janúar 2013 14:00 Dave Mustaine, Bill Wyman og Kiss. Hefur þú prófað Blur-ostinn, Rolling Stones-málmleitartækið eða Kiss-líkkistuna? Þegar moldríkir og miðaldra rokkarar hafa lítið fyrir stafni fara hlutir að gerast. Það þykir ekki lengur fréttnæmt þegar poppstjörnur og kvikmyndaleikarar leggja nafn sitt við ilmvatn. Og enginn er stjarna með stjörnum nema að vera með sína eigin fatalínu. En vilji gamlir og afdankaðir rokkarar vera með í fjörinu þurfa þeir að nota ímyndunaraflið. Það vill jú líklega enginn klæðast eins og Axl Rose. Eða lykta eins og Lemmy í Motörhead. Hér eru nokkur dæmi um undarlegan varning sem hégómafullir rokktónlistarmenn hafa sett á markað. KaffiMustaine kaffi.Margir rokkarar hafa glatt kaffiþyrsta og má þar fyrstan nefna Dave Mustaine úr þungarokksveitinni Megadeth. Mustaine-kaffið var ekki lengi á markaði, en það fékkst í nokkrum tegundum. aðrir sem hafa reynt fyrir sér í kaffibransanum eru sjokkrokkarinn Rob Zombie og trommuleikararnir Charlie Benante úr Anthrax og Joey Kramer úr Aerosmith. Sterk sósaBad Brains sósa.Nýjasta æðið í rokkvarningsbransanum er sterkar sósur, en pönksveitin Bad Brains sendi frá sér eina slíka á dögunum. Gítarleikarinn Bumblefoot úr Guns N' Roses á sína eigin sósu, Íslandsvinurinn Billy Gibbons úr ZZ Top, og fyrrum bassaleikari Van Halen, Michael Anthony, einnig. Marky Ramone úr pönksveitinni Ramones sker sig úr en hann selur pastasósur. Auðvitað gerir hann það. LíkkisturKiss líkkista.Fáir standast hljómsveitinni Kiss snúning þegar kemur að óvenjulegum varningi. Listinn yfir furðuvarning Kiss er endalaus, en það skrýtnasta á honum er án efa Kiss-líkkistan. Hún er fáanleg í nokkrum útfærslum, og til dæmis var gítarleikarinn Dimebag Darrell úr hljómsveitinni Pantera jarðsettur í einni slíkri. Þá eru Kiss með fleiri útfarartengdar vörur, svo sem sálmabækur, kerti og duftker fyrir bæði menn og dýr. OsturAlex James ostur.Bassaleikarinn Alex James hefur haft nóg að gera síðan hljómsveit hans, Blur, kom af léttasta skeiði. Hann gerðist ostagerðarmaður og má finna ostinn hans í öllum helstu matvöruverslunum Englands. Hann lét þó ekki staðar numið þar heldur gaf í fyrra út bókina All Cheeses Great and Small, en í henni deilir hann reynslu sinni af ostagerðinni. MálmleitartækiWyman málmleitartæki.Gamla kempan Bill Wyman, fyrrverandi bassaleikari The Rolling Stones, á hins vegar vinninginn, en málmleitartæki í hans nafni er fáanlegt fyrir um 25 þúsund krónur. Er þetta eitt helsta áhugamál Wyman, eins og sést í myndbandinu hér fyrir neðan þar sem hann kynnir apparatið fyrir áhorfendum og sýnir þeim hvernig á að bera sig að við málmleitina. Tónlist Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Hefur þú prófað Blur-ostinn, Rolling Stones-málmleitartækið eða Kiss-líkkistuna? Þegar moldríkir og miðaldra rokkarar hafa lítið fyrir stafni fara hlutir að gerast. Það þykir ekki lengur fréttnæmt þegar poppstjörnur og kvikmyndaleikarar leggja nafn sitt við ilmvatn. Og enginn er stjarna með stjörnum nema að vera með sína eigin fatalínu. En vilji gamlir og afdankaðir rokkarar vera með í fjörinu þurfa þeir að nota ímyndunaraflið. Það vill jú líklega enginn klæðast eins og Axl Rose. Eða lykta eins og Lemmy í Motörhead. Hér eru nokkur dæmi um undarlegan varning sem hégómafullir rokktónlistarmenn hafa sett á markað. KaffiMustaine kaffi.Margir rokkarar hafa glatt kaffiþyrsta og má þar fyrstan nefna Dave Mustaine úr þungarokksveitinni Megadeth. Mustaine-kaffið var ekki lengi á markaði, en það fékkst í nokkrum tegundum. aðrir sem hafa reynt fyrir sér í kaffibransanum eru sjokkrokkarinn Rob Zombie og trommuleikararnir Charlie Benante úr Anthrax og Joey Kramer úr Aerosmith. Sterk sósaBad Brains sósa.Nýjasta æðið í rokkvarningsbransanum er sterkar sósur, en pönksveitin Bad Brains sendi frá sér eina slíka á dögunum. Gítarleikarinn Bumblefoot úr Guns N' Roses á sína eigin sósu, Íslandsvinurinn Billy Gibbons úr ZZ Top, og fyrrum bassaleikari Van Halen, Michael Anthony, einnig. Marky Ramone úr pönksveitinni Ramones sker sig úr en hann selur pastasósur. Auðvitað gerir hann það. LíkkisturKiss líkkista.Fáir standast hljómsveitinni Kiss snúning þegar kemur að óvenjulegum varningi. Listinn yfir furðuvarning Kiss er endalaus, en það skrýtnasta á honum er án efa Kiss-líkkistan. Hún er fáanleg í nokkrum útfærslum, og til dæmis var gítarleikarinn Dimebag Darrell úr hljómsveitinni Pantera jarðsettur í einni slíkri. Þá eru Kiss með fleiri útfarartengdar vörur, svo sem sálmabækur, kerti og duftker fyrir bæði menn og dýr. OsturAlex James ostur.Bassaleikarinn Alex James hefur haft nóg að gera síðan hljómsveit hans, Blur, kom af léttasta skeiði. Hann gerðist ostagerðarmaður og má finna ostinn hans í öllum helstu matvöruverslunum Englands. Hann lét þó ekki staðar numið þar heldur gaf í fyrra út bókina All Cheeses Great and Small, en í henni deilir hann reynslu sinni af ostagerðinni. MálmleitartækiWyman málmleitartæki.Gamla kempan Bill Wyman, fyrrverandi bassaleikari The Rolling Stones, á hins vegar vinninginn, en málmleitartæki í hans nafni er fáanlegt fyrir um 25 þúsund krónur. Er þetta eitt helsta áhugamál Wyman, eins og sést í myndbandinu hér fyrir neðan þar sem hann kynnir apparatið fyrir áhorfendum og sýnir þeim hvernig á að bera sig að við málmleitina.
Tónlist Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira