Á góðri siglingu Trausti Júlíusson skrifar 7. janúar 2013 06:00 Tónlist. Epic Rain. Elegy. Eigin útgáfa. Epic Rain er listamannsnafn Jóhannesar Birgis Pálmasonar, en áður kallaði hann sig Rain og Rigning. Rætur Jóhannesar liggja í hipphoppinu en hann hefur starfrækt útgáfufyrirtækið 3angle Productions undanfarinn áratug ásamt Pan Thorarensen og gefið út nokkrar rappplötur. Árið 2011 gerðu Epic Rain og Pan (undir nafninu Beatmakin Troopa) plötuna Campfire Rumours þar sem kvað við nokkuð nýjan tón. Á henni mátti heyra áhrif frá Tom Waits, kántrítónlist og blús. Á nýju plötunni, Elegy, heldur Jóhannes áfram að þróa tónlistina en í þetta skiptið fékk hann heila hljómsveit til liðs við sig. Á plötunni spila m.a. Stefán Sampling, Magnús Tryggvason, Guðmundur Rósuson og Roland Hartwell. Hljómsveitin Epic Rain hefur spilað víða undanfarið, bæði á Íslandi og erlendis, og fékk m.a. lof frá David Fricke hjá Rolling Stone fyrir tónleikana sína á Airwaves. Eins og áður segir er tónlistin á Elegy framhald af Campfire Rumours. Það er nett Dr. John eða Tom Waits stemning í söngnum en tónlistin sjálf minnir líka oft á Waits þegar hann er í sínum létt sjúskaða kabarettham. Mér finnst ég líka heyra smá Massive Attack-áhrif á stöku stað. Upphafslagið, Vanishing Moon, er eitt margra vel heppnaðra laga á Elegy. Í því syngur ljúf kvenrödd á frönsku, sem skapar skemmtilega andstæðu við hrjúfan söng Jóhannesar. Þetta er mjög vel unnin plata, töluvert betri en Campfire Rumours. Jóhannes kemst oft á gott flug í textum og söng og tónlistin grúvar vel. Hljómurinn er líka djúpur og flottur. Það er margt sem gefur tónlistinni lit; skal þar nefna strengjaútsetningar Rolands Hartwell en líka sparlega notaðan blástur, harmonikkuleik, þeramín, banjó og stálgítar. Það sem hægt er að finna að plötunni er kannski helst að tónlistin er næstum of Tom Waits-leg á köflum og nokkur laganna eru svolítið keimlík. Það er samt margt gott á Elegy og óhætt að segja að Jóhannes og félagar séu á góðri siglingu. Það verður gaman að fylgjast með Epic Rain í framtíðinni. Niðurstaða: Rapparinn Epic Rain heldur áfram að víkka sjóndeildarhringinn. Gagnrýni Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónlist. Epic Rain. Elegy. Eigin útgáfa. Epic Rain er listamannsnafn Jóhannesar Birgis Pálmasonar, en áður kallaði hann sig Rain og Rigning. Rætur Jóhannesar liggja í hipphoppinu en hann hefur starfrækt útgáfufyrirtækið 3angle Productions undanfarinn áratug ásamt Pan Thorarensen og gefið út nokkrar rappplötur. Árið 2011 gerðu Epic Rain og Pan (undir nafninu Beatmakin Troopa) plötuna Campfire Rumours þar sem kvað við nokkuð nýjan tón. Á henni mátti heyra áhrif frá Tom Waits, kántrítónlist og blús. Á nýju plötunni, Elegy, heldur Jóhannes áfram að þróa tónlistina en í þetta skiptið fékk hann heila hljómsveit til liðs við sig. Á plötunni spila m.a. Stefán Sampling, Magnús Tryggvason, Guðmundur Rósuson og Roland Hartwell. Hljómsveitin Epic Rain hefur spilað víða undanfarið, bæði á Íslandi og erlendis, og fékk m.a. lof frá David Fricke hjá Rolling Stone fyrir tónleikana sína á Airwaves. Eins og áður segir er tónlistin á Elegy framhald af Campfire Rumours. Það er nett Dr. John eða Tom Waits stemning í söngnum en tónlistin sjálf minnir líka oft á Waits þegar hann er í sínum létt sjúskaða kabarettham. Mér finnst ég líka heyra smá Massive Attack-áhrif á stöku stað. Upphafslagið, Vanishing Moon, er eitt margra vel heppnaðra laga á Elegy. Í því syngur ljúf kvenrödd á frönsku, sem skapar skemmtilega andstæðu við hrjúfan söng Jóhannesar. Þetta er mjög vel unnin plata, töluvert betri en Campfire Rumours. Jóhannes kemst oft á gott flug í textum og söng og tónlistin grúvar vel. Hljómurinn er líka djúpur og flottur. Það er margt sem gefur tónlistinni lit; skal þar nefna strengjaútsetningar Rolands Hartwell en líka sparlega notaðan blástur, harmonikkuleik, þeramín, banjó og stálgítar. Það sem hægt er að finna að plötunni er kannski helst að tónlistin er næstum of Tom Waits-leg á köflum og nokkur laganna eru svolítið keimlík. Það er samt margt gott á Elegy og óhætt að segja að Jóhannes og félagar séu á góðri siglingu. Það verður gaman að fylgjast með Epic Rain í framtíðinni. Niðurstaða: Rapparinn Epic Rain heldur áfram að víkka sjóndeildarhringinn.
Gagnrýni Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira