Áramótaávarpið Stígur Helgason skrifar 4. janúar 2013 08:00 Góðir landsmenn. „Komdu með mér í gamlárspartí, gamlárspartí, gamlárspartí." Þannig orti Bragi Valdimar Skúlason fyrir frekar stuttu. Magnþrunginn texta, sem sunginn er í útvarpi landsmanna um hver áramót og er kannski aldrei eins viðeigandi og einmitt á þeim árstíma. Á þessum þáttaskilum óska ég ykkur öllum gleðilegs árs og farsældar á því nýja. Mér er efst í huga þakklæti til allra þeirra fjölmörgu sem hafa lagt sitt af mörkum við að gera líf mitt betra en ella á liðnum tólf mánuðum. Árið var á margan hátt gjöfult þótt ég þekki marga sem glíma enn við togstreitu innra með sér og eiga í djúpstæðum deilum, aðallega á netinu. En munið þið hvernig staðan var í upphafi árs, kæru landsmenn? Hér var allt í tómu rugli. Þökk sé mér er nú allt á uppleið. Flestir sem ég þekki skulda minna en þeir gerðu fyrir ári og líður almennt betur. Ekkert bendir til annars en að þessi þróun haldi áfram á nýju ári. Ég hef ekki heldur valdið neinum uppþotum, óeirðum eða kollsteypum – sem er afrek út af fyrir sig. Þess vegna hvet ég eindregið til þess að drögum að nýrri stjórnarskrá verði hafnað, því að hún mundi sannarlega kollvarpa mörgu. Ég tel að hin nýja stjórnarskrá mundi auka völd mín til mikilla muna, og það frábið ég mér. Ég á nóg með að hugsa um sjálfan mig, og gengur það stundum brösuglega. Ekki viljum við fara úr öskunni í eldinn. Engu að síður er ég mjög mikilvægur. Ef boðskapar míns nyti ekki við yrði líf þeirra sem ég umgengst, einkum ungu kynslóðarinnar, miklum mun fátæklegra. Fólk yrði andlega örbirgt, gæti einhver sagt. Í rúm 28 ár hef ég gengið í takt við annað fólk og fundið fyrir ríkum vilja til þess að siðir mínir móti áfram líf samferðamanna minna. Sem betur fer er firringin sem hér reið röftum árið 2011 á undanhaldi. Ég vona að við munum bera gæfu til að halda lífskjarasókn okkar áfram. En þá þurfum við hafa gildin um samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi, eins og Jesús kenndi okkur og ég hef orðið áskynja í tregafullum samræðum mínum við bændur á Norðurlandi. Vegna alls þessa hef ég ákveðið að taka þeirri áskorun að efna til landssöfnunar til handa íslensku Þjóðkirkjunni í samráði við stjórnendur hennar. Ágóðinn verður notaður til að standa straum af kostnaðinum sem hlýst af landssöfnun hennar fyrir Landspítalann. Okkur eru allir vegir færir. Guð blessi land og þjóð á krefjandi tímum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stígur Helgason Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun
Góðir landsmenn. „Komdu með mér í gamlárspartí, gamlárspartí, gamlárspartí." Þannig orti Bragi Valdimar Skúlason fyrir frekar stuttu. Magnþrunginn texta, sem sunginn er í útvarpi landsmanna um hver áramót og er kannski aldrei eins viðeigandi og einmitt á þeim árstíma. Á þessum þáttaskilum óska ég ykkur öllum gleðilegs árs og farsældar á því nýja. Mér er efst í huga þakklæti til allra þeirra fjölmörgu sem hafa lagt sitt af mörkum við að gera líf mitt betra en ella á liðnum tólf mánuðum. Árið var á margan hátt gjöfult þótt ég þekki marga sem glíma enn við togstreitu innra með sér og eiga í djúpstæðum deilum, aðallega á netinu. En munið þið hvernig staðan var í upphafi árs, kæru landsmenn? Hér var allt í tómu rugli. Þökk sé mér er nú allt á uppleið. Flestir sem ég þekki skulda minna en þeir gerðu fyrir ári og líður almennt betur. Ekkert bendir til annars en að þessi þróun haldi áfram á nýju ári. Ég hef ekki heldur valdið neinum uppþotum, óeirðum eða kollsteypum – sem er afrek út af fyrir sig. Þess vegna hvet ég eindregið til þess að drögum að nýrri stjórnarskrá verði hafnað, því að hún mundi sannarlega kollvarpa mörgu. Ég tel að hin nýja stjórnarskrá mundi auka völd mín til mikilla muna, og það frábið ég mér. Ég á nóg með að hugsa um sjálfan mig, og gengur það stundum brösuglega. Ekki viljum við fara úr öskunni í eldinn. Engu að síður er ég mjög mikilvægur. Ef boðskapar míns nyti ekki við yrði líf þeirra sem ég umgengst, einkum ungu kynslóðarinnar, miklum mun fátæklegra. Fólk yrði andlega örbirgt, gæti einhver sagt. Í rúm 28 ár hef ég gengið í takt við annað fólk og fundið fyrir ríkum vilja til þess að siðir mínir móti áfram líf samferðamanna minna. Sem betur fer er firringin sem hér reið röftum árið 2011 á undanhaldi. Ég vona að við munum bera gæfu til að halda lífskjarasókn okkar áfram. En þá þurfum við hafa gildin um samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi, eins og Jesús kenndi okkur og ég hef orðið áskynja í tregafullum samræðum mínum við bændur á Norðurlandi. Vegna alls þessa hef ég ákveðið að taka þeirri áskorun að efna til landssöfnunar til handa íslensku Þjóðkirkjunni í samráði við stjórnendur hennar. Ágóðinn verður notaður til að standa straum af kostnaðinum sem hlýst af landssöfnun hennar fyrir Landspítalann. Okkur eru allir vegir færir. Guð blessi land og þjóð á krefjandi tímum.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun