
Austurlandið.is
Fyrstu fermingar vetrarins

Í dag er skírdagur en þá minnast kristnir menn þess er Kristur þvoði fætur lærisveinanna fyrir síðustu kvöldmáltíðina. Um er að ræða almennan frídag og nýta margir fríið í að fara á skíði, nú eða til að sækja guðsþjónustur. Víða á Vestfjörðum er messað í dag en tvær fermingar messur eru á norðanverðum Vestfjörðum. Á Ísafirði fermast sjö börn í fermingarguðsþjónustu sem hefst kl. 14.00. Í Hólskirkju í Bolungarvík fermast tvö börn og hefst guðsþjónustan kl. 11.00.
gudmundur@bb.is