Rafhlöðuskortur í Outlander PHEV Finnur Thorlacius skrifar 31. desember 2013 10:15 Mitsubishi Outlander PHEV Mitsubishi hefur neyðst til að fresta sölu á tvinnbílsútgáfu Outlander jepplingsins í Bandaríkjunum því framleiðandi rafhlaðannna í bílinn hefur ekki undan. Sala hans átti að hefjast næsta haust en hefur nú verið frestað til ársins 2015. Sala Outlander PHEV hefur gengið vel á öðrum mörkuðum og nú þegar hafa selst 11.300 slíkir bílar. Bíllinn kemst fyrstu 50 kílómetrana á rafhleðslunni einni saman og hámarkshraði hans, eingöngu á rafmagni, er 120 km/klst. Bíllinn er fjórhjóladrifinn og getur dregið 1.350 kg aftanívagn. Raflöðubirgi Mitsubishi, Lithium Energy Japan (LEJ), ræður við að afhenda Mitsubishi 4.000 rafhlöðu í hverjum mánuði og er það engan veginn nóg til að sinna eftirspurn. Það verður ekki fyrr en getan þess er komin í 5.000 rafhlöður á mánuði sem hægt verður að bjóða Outlander PHEV í Bandaríkjunum. Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent
Mitsubishi hefur neyðst til að fresta sölu á tvinnbílsútgáfu Outlander jepplingsins í Bandaríkjunum því framleiðandi rafhlaðannna í bílinn hefur ekki undan. Sala hans átti að hefjast næsta haust en hefur nú verið frestað til ársins 2015. Sala Outlander PHEV hefur gengið vel á öðrum mörkuðum og nú þegar hafa selst 11.300 slíkir bílar. Bíllinn kemst fyrstu 50 kílómetrana á rafhleðslunni einni saman og hámarkshraði hans, eingöngu á rafmagni, er 120 km/klst. Bíllinn er fjórhjóladrifinn og getur dregið 1.350 kg aftanívagn. Raflöðubirgi Mitsubishi, Lithium Energy Japan (LEJ), ræður við að afhenda Mitsubishi 4.000 rafhlöðu í hverjum mánuði og er það engan veginn nóg til að sinna eftirspurn. Það verður ekki fyrr en getan þess er komin í 5.000 rafhlöður á mánuði sem hægt verður að bjóða Outlander PHEV í Bandaríkjunum.
Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent