Rafhlöðuskortur í Outlander PHEV Finnur Thorlacius skrifar 31. desember 2013 10:15 Mitsubishi Outlander PHEV Mitsubishi hefur neyðst til að fresta sölu á tvinnbílsútgáfu Outlander jepplingsins í Bandaríkjunum því framleiðandi rafhlaðannna í bílinn hefur ekki undan. Sala hans átti að hefjast næsta haust en hefur nú verið frestað til ársins 2015. Sala Outlander PHEV hefur gengið vel á öðrum mörkuðum og nú þegar hafa selst 11.300 slíkir bílar. Bíllinn kemst fyrstu 50 kílómetrana á rafhleðslunni einni saman og hámarkshraði hans, eingöngu á rafmagni, er 120 km/klst. Bíllinn er fjórhjóladrifinn og getur dregið 1.350 kg aftanívagn. Raflöðubirgi Mitsubishi, Lithium Energy Japan (LEJ), ræður við að afhenda Mitsubishi 4.000 rafhlöðu í hverjum mánuði og er það engan veginn nóg til að sinna eftirspurn. Það verður ekki fyrr en getan þess er komin í 5.000 rafhlöður á mánuði sem hægt verður að bjóða Outlander PHEV í Bandaríkjunum. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent
Mitsubishi hefur neyðst til að fresta sölu á tvinnbílsútgáfu Outlander jepplingsins í Bandaríkjunum því framleiðandi rafhlaðannna í bílinn hefur ekki undan. Sala hans átti að hefjast næsta haust en hefur nú verið frestað til ársins 2015. Sala Outlander PHEV hefur gengið vel á öðrum mörkuðum og nú þegar hafa selst 11.300 slíkir bílar. Bíllinn kemst fyrstu 50 kílómetrana á rafhleðslunni einni saman og hámarkshraði hans, eingöngu á rafmagni, er 120 km/klst. Bíllinn er fjórhjóladrifinn og getur dregið 1.350 kg aftanívagn. Raflöðubirgi Mitsubishi, Lithium Energy Japan (LEJ), ræður við að afhenda Mitsubishi 4.000 rafhlöðu í hverjum mánuði og er það engan veginn nóg til að sinna eftirspurn. Það verður ekki fyrr en getan þess er komin í 5.000 rafhlöður á mánuði sem hægt verður að bjóða Outlander PHEV í Bandaríkjunum.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent