Hægelduð nautasteik með trufflubernaise 20. desember 2013 13:30 Hátíðarstund með Rikku hélt áfram á Stöð 2 í gær. Í þáttunum einblínir Rikka á jólastemmninguna. Þættirnir eru sambland af girnilegum matreiðsluþætti með jólaskreytingarívafi og hátíðlegum jólaundirbúningi og verða alls fjórir talsins. Þátturinn er stútfullur af öllu því helsta sem viðkemur þvi að halda gleðilega jólahátið. Rikka fær til sín gesti sem elda áramótarkalkúninn, hnetusteik, baka smákökur og fara yfir veisluhöld um hátíðarnar. Einnig verður sýnt hvernig aðventukrans er skreyttur á einfaldan og fallegan máta sem og jólatré verður skreytt. Í þættinum í gær gerði Rikka meðal annars glæsilega hægeldaða nautasteik með trufflubernaise-sósu, stökkum ofnbökuðum kartöflum, klettasalati með karamelluseruðum pekanhnetum og geitaosti. Hægelduð nautasteik með trufflubernaise fyrir 4 1 kg nautalund 1 msk olía sjávarsalt og nýmalaður pipar Hitið ofninn í 70°C. Hitið olíuna á pönnu og brúnið kjötið á öllum hliðum. Leggið á pappírsklædda plötu og bakið í 3 klst eða þar til að kjarnhitinn hefur náð 55°C. Hitið gasgrillið (má líka nota grillið í ofninum) og steikið kjötið í 2-3 mínútur á hvorri hlið eða þar til að kjarnhiti hefur náð 60°C. Leggið kjötið á álpappír og kryddið með sjávarsalti og nýmöluðum pipar og lokið. Hvílið kjötið í 15 mínútur áður en að það er skorið. Trufflubernaise sósa 350 g smjör 4 eggjarauður 2 msk hvítvínsedik 1/2 msk sterkt sinnep karrý á hnífsoddi cayenne pipar á hnífsoddi 1/4 nautakraftskubbur 1/2 msk þurrkað estragon 1 msk truffluolía sjávarsalt og nýmalaður pipar Bræðið smjörið í potti við vægan hita. Setjið eggjarauðurnar í pott ásamt ediki, sinnepi, karrý og cayenne pipar og þeytið vel yfir vatnsbaði þar til að blandan verður ljós og létt. Gætið þess að eggjarauðurnar hlaupi ekki. Leggið pottinn á vinnuborðið og hellið smjörinu smám saman við og hrærið vel á milli. Þegar 1/3 af smjörinu er kominn saman við blönduna er kjötkraftskubbi og estragoni bætt við og síðan haldið áfram að bæta smjörinu smám saman við þar til að það er uppurið. Hellið truffluolíunni saman við og kryddið til með salti og pipar. Stökkar ofnbakaðar kartöflur 4 bökunarkartöflur 2-3 msk andafita nokkrar rósmaríngreinar sjávarsalt Hitið ofninn í 200°C. Setjið andafituna í eldfast mót og hitið í ofninum þar til að hún er orðin sjóðandi heit. Skerið kartöflurnar í munnbita og sjóðið í 7 mínútur. Sigtið vatnið frá þeim og þerrið. Raðið þeim í eldfasta mótið, stráið rósmaríngreinunum yfir ásamt saltinu og bakið í 45 mínútur. Klettasalat með karamelluseruðum pekanhnetum og geitaosti 400 g klettasalat 2 msk geitaostur, skorinn í bita fræ úr einu granatepli Karamelluseraðar pekanhnetur: 100 g pekanhnetur 3 msk púðursykur 1 tsk hunang 1 tsk smjör Dressing: 50 ml ólífuolía 30 ml hvítvínsedik 1 tsk sinnep salt og pipar Bræðið púðursykurinn á pönnu ásamt smjöri og hunangi og veltið hnetunum upp úr karamellunni. Kælið hneturnar og saxið. Hrærið dressinguna saman og hellið yfir salatið, pekanhneturnar, klettasalatið og granateplin. Bearnaise-sósa Jólamatur Nautakjöt Sósur Uppskriftir Mest lesið Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Lífið Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Lífið „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Lífið Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Lífið Sigga Heimis selur slotið Lífið Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Lífið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Lífið
Hátíðarstund með Rikku hélt áfram á Stöð 2 í gær. Í þáttunum einblínir Rikka á jólastemmninguna. Þættirnir eru sambland af girnilegum matreiðsluþætti með jólaskreytingarívafi og hátíðlegum jólaundirbúningi og verða alls fjórir talsins. Þátturinn er stútfullur af öllu því helsta sem viðkemur þvi að halda gleðilega jólahátið. Rikka fær til sín gesti sem elda áramótarkalkúninn, hnetusteik, baka smákökur og fara yfir veisluhöld um hátíðarnar. Einnig verður sýnt hvernig aðventukrans er skreyttur á einfaldan og fallegan máta sem og jólatré verður skreytt. Í þættinum í gær gerði Rikka meðal annars glæsilega hægeldaða nautasteik með trufflubernaise-sósu, stökkum ofnbökuðum kartöflum, klettasalati með karamelluseruðum pekanhnetum og geitaosti. Hægelduð nautasteik með trufflubernaise fyrir 4 1 kg nautalund 1 msk olía sjávarsalt og nýmalaður pipar Hitið ofninn í 70°C. Hitið olíuna á pönnu og brúnið kjötið á öllum hliðum. Leggið á pappírsklædda plötu og bakið í 3 klst eða þar til að kjarnhitinn hefur náð 55°C. Hitið gasgrillið (má líka nota grillið í ofninum) og steikið kjötið í 2-3 mínútur á hvorri hlið eða þar til að kjarnhiti hefur náð 60°C. Leggið kjötið á álpappír og kryddið með sjávarsalti og nýmöluðum pipar og lokið. Hvílið kjötið í 15 mínútur áður en að það er skorið. Trufflubernaise sósa 350 g smjör 4 eggjarauður 2 msk hvítvínsedik 1/2 msk sterkt sinnep karrý á hnífsoddi cayenne pipar á hnífsoddi 1/4 nautakraftskubbur 1/2 msk þurrkað estragon 1 msk truffluolía sjávarsalt og nýmalaður pipar Bræðið smjörið í potti við vægan hita. Setjið eggjarauðurnar í pott ásamt ediki, sinnepi, karrý og cayenne pipar og þeytið vel yfir vatnsbaði þar til að blandan verður ljós og létt. Gætið þess að eggjarauðurnar hlaupi ekki. Leggið pottinn á vinnuborðið og hellið smjörinu smám saman við og hrærið vel á milli. Þegar 1/3 af smjörinu er kominn saman við blönduna er kjötkraftskubbi og estragoni bætt við og síðan haldið áfram að bæta smjörinu smám saman við þar til að það er uppurið. Hellið truffluolíunni saman við og kryddið til með salti og pipar. Stökkar ofnbakaðar kartöflur 4 bökunarkartöflur 2-3 msk andafita nokkrar rósmaríngreinar sjávarsalt Hitið ofninn í 200°C. Setjið andafituna í eldfast mót og hitið í ofninum þar til að hún er orðin sjóðandi heit. Skerið kartöflurnar í munnbita og sjóðið í 7 mínútur. Sigtið vatnið frá þeim og þerrið. Raðið þeim í eldfasta mótið, stráið rósmaríngreinunum yfir ásamt saltinu og bakið í 45 mínútur. Klettasalat með karamelluseruðum pekanhnetum og geitaosti 400 g klettasalat 2 msk geitaostur, skorinn í bita fræ úr einu granatepli Karamelluseraðar pekanhnetur: 100 g pekanhnetur 3 msk púðursykur 1 tsk hunang 1 tsk smjör Dressing: 50 ml ólífuolía 30 ml hvítvínsedik 1 tsk sinnep salt og pipar Bræðið púðursykurinn á pönnu ásamt smjöri og hunangi og veltið hnetunum upp úr karamellunni. Kælið hneturnar og saxið. Hrærið dressinguna saman og hellið yfir salatið, pekanhneturnar, klettasalatið og granateplin.
Bearnaise-sósa Jólamatur Nautakjöt Sósur Uppskriftir Mest lesið Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Lífið Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Lífið „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Lífið Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Lífið Sigga Heimis selur slotið Lífið Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Lífið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Lífið