VW og Audi leiða dísilvæðingu í BNA Finnur Thorlacius skrifar 27. desember 2013 14:49 Volkswagen Bjalla með dísilvél. Samtals hafa Volkswagen og Audi selt meira en 100.000 dísilbíla í Bandaríkjunum á þessu ári. Aldrei áður hefur Volkswagen og undirmerki þess selt annað eins magn dísilbíla á einu ári vestanhafs. Mikil viðhorfsbreyting virðist hafa átt sér stað hjá Bandaríkjamönnum til dísilbíla, sem fram að þessu hafa ekki verið ýkja hrifnir af dísildrifnum fólksbílum. Svo virðist sem sparneytni þeirra og mikið tog á lágum snúningi heilli margan Bandaríkjamanninn þessa dagana, auk þess sem nýjar dísilvélar eru lágværar, áreiðanlegar og endast vel. Svo mikla sérstöðu hefur Volkswagen og Audi í sölu dísilbíla í Bandaríkjunum að þau eru með yfir 75% sölu fólksbíla og jepplinga með dísilvélum. Af öllum seldum Volkswagen bílum vestanhafs í ár eru 24% þeirra með dísilvélar. Audi fjölgaði mjög bílgerðum þeim sem fást með dísilvélum í Bandaríkjunum og kynntu Audi Q5, A6, A7 og A8 bílana þannig búna í ár og munu bæta A3 TDI við næsta sumar. Volkswagen býður nú Passat, Golf, Jetta, Touareg og Bjölluna með dísilvélum og Golf GTD sportarinn verður kynntur næsta vor. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent
Samtals hafa Volkswagen og Audi selt meira en 100.000 dísilbíla í Bandaríkjunum á þessu ári. Aldrei áður hefur Volkswagen og undirmerki þess selt annað eins magn dísilbíla á einu ári vestanhafs. Mikil viðhorfsbreyting virðist hafa átt sér stað hjá Bandaríkjamönnum til dísilbíla, sem fram að þessu hafa ekki verið ýkja hrifnir af dísildrifnum fólksbílum. Svo virðist sem sparneytni þeirra og mikið tog á lágum snúningi heilli margan Bandaríkjamanninn þessa dagana, auk þess sem nýjar dísilvélar eru lágværar, áreiðanlegar og endast vel. Svo mikla sérstöðu hefur Volkswagen og Audi í sölu dísilbíla í Bandaríkjunum að þau eru með yfir 75% sölu fólksbíla og jepplinga með dísilvélum. Af öllum seldum Volkswagen bílum vestanhafs í ár eru 24% þeirra með dísilvélar. Audi fjölgaði mjög bílgerðum þeim sem fást með dísilvélum í Bandaríkjunum og kynntu Audi Q5, A6, A7 og A8 bílana þannig búna í ár og munu bæta A3 TDI við næsta sumar. Volkswagen býður nú Passat, Golf, Jetta, Touareg og Bjölluna með dísilvélum og Golf GTD sportarinn verður kynntur næsta vor.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent