100 ára afmæli fyrstu bensínstöðvarinnar Finnur Thorlacius skrifar 10. desember 2013 10:30 Nýtískuleg bensínstöð í Bandaríkjunum. Þann 1. desember árið 1913 opnaði Gulf fyrirtækið fyrstu bensínstöð heims í Pittsburg í Pennsilvaníu í Bandaríkjunum. Þá kostaði Gallonið af bensíni 27 bandarísk sent, sem uppreiknað til dagsins í dag samsvarar 6,37 dollurum. Það er talsvert dýrara en í dag en nú kostar gallon af bensíni undir 4 dollurum, eða um 125 krónur. Því hefur bensínverðið fyrir hundrað árum samsvarað um 200 krónum á hvern lítra. Gulf fyrirtækið minnist þessa merka dags með áminningu til bíleigenda um kosti þess að nota etanól, en verð þess er einum dollara ódýrara á hvert gallon. Gallon samsvarar 3,8 lítrum. Auk þess er etanól umhverfisvænt eldsneyti. Um 15,5 milljón bílar í Bandaríkjunum geta brennt etanóli og 3.200 eldsneytisstöðvar selja það. Alls eru um 120.000 bensínstöðvar í Bandaríkjunum í dag. Margar þeirra selja einnig eldsneytisblöndu sem samanstendur af 85% hluta bensíns og 15% hluta etanóls. Sumir benda þó á að notkun etanólblandaðs bensíns geti skaðað bílvélar, sérstaklega ef að hlutfall etanóls fer yfir 10%. Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent
Þann 1. desember árið 1913 opnaði Gulf fyrirtækið fyrstu bensínstöð heims í Pittsburg í Pennsilvaníu í Bandaríkjunum. Þá kostaði Gallonið af bensíni 27 bandarísk sent, sem uppreiknað til dagsins í dag samsvarar 6,37 dollurum. Það er talsvert dýrara en í dag en nú kostar gallon af bensíni undir 4 dollurum, eða um 125 krónur. Því hefur bensínverðið fyrir hundrað árum samsvarað um 200 krónum á hvern lítra. Gulf fyrirtækið minnist þessa merka dags með áminningu til bíleigenda um kosti þess að nota etanól, en verð þess er einum dollara ódýrara á hvert gallon. Gallon samsvarar 3,8 lítrum. Auk þess er etanól umhverfisvænt eldsneyti. Um 15,5 milljón bílar í Bandaríkjunum geta brennt etanóli og 3.200 eldsneytisstöðvar selja það. Alls eru um 120.000 bensínstöðvar í Bandaríkjunum í dag. Margar þeirra selja einnig eldsneytisblöndu sem samanstendur af 85% hluta bensíns og 15% hluta etanóls. Sumir benda þó á að notkun etanólblandaðs bensíns geti skaðað bílvélar, sérstaklega ef að hlutfall etanóls fer yfir 10%.
Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent