100 ára afmæli fyrstu bensínstöðvarinnar Finnur Thorlacius skrifar 10. desember 2013 10:30 Nýtískuleg bensínstöð í Bandaríkjunum. Þann 1. desember árið 1913 opnaði Gulf fyrirtækið fyrstu bensínstöð heims í Pittsburg í Pennsilvaníu í Bandaríkjunum. Þá kostaði Gallonið af bensíni 27 bandarísk sent, sem uppreiknað til dagsins í dag samsvarar 6,37 dollurum. Það er talsvert dýrara en í dag en nú kostar gallon af bensíni undir 4 dollurum, eða um 125 krónur. Því hefur bensínverðið fyrir hundrað árum samsvarað um 200 krónum á hvern lítra. Gulf fyrirtækið minnist þessa merka dags með áminningu til bíleigenda um kosti þess að nota etanól, en verð þess er einum dollara ódýrara á hvert gallon. Gallon samsvarar 3,8 lítrum. Auk þess er etanól umhverfisvænt eldsneyti. Um 15,5 milljón bílar í Bandaríkjunum geta brennt etanóli og 3.200 eldsneytisstöðvar selja það. Alls eru um 120.000 bensínstöðvar í Bandaríkjunum í dag. Margar þeirra selja einnig eldsneytisblöndu sem samanstendur af 85% hluta bensíns og 15% hluta etanóls. Sumir benda þó á að notkun etanólblandaðs bensíns geti skaðað bílvélar, sérstaklega ef að hlutfall etanóls fer yfir 10%. Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent
Þann 1. desember árið 1913 opnaði Gulf fyrirtækið fyrstu bensínstöð heims í Pittsburg í Pennsilvaníu í Bandaríkjunum. Þá kostaði Gallonið af bensíni 27 bandarísk sent, sem uppreiknað til dagsins í dag samsvarar 6,37 dollurum. Það er talsvert dýrara en í dag en nú kostar gallon af bensíni undir 4 dollurum, eða um 125 krónur. Því hefur bensínverðið fyrir hundrað árum samsvarað um 200 krónum á hvern lítra. Gulf fyrirtækið minnist þessa merka dags með áminningu til bíleigenda um kosti þess að nota etanól, en verð þess er einum dollara ódýrara á hvert gallon. Gallon samsvarar 3,8 lítrum. Auk þess er etanól umhverfisvænt eldsneyti. Um 15,5 milljón bílar í Bandaríkjunum geta brennt etanóli og 3.200 eldsneytisstöðvar selja það. Alls eru um 120.000 bensínstöðvar í Bandaríkjunum í dag. Margar þeirra selja einnig eldsneytisblöndu sem samanstendur af 85% hluta bensíns og 15% hluta etanóls. Sumir benda þó á að notkun etanólblandaðs bensíns geti skaðað bílvélar, sérstaklega ef að hlutfall etanóls fer yfir 10%.
Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent