Stærsta vél í heimi Finnur Thorlacius skrifar 11. desember 2013 13:15 Stærsta strokkvél í heimi. Það væri alls ekki ónýtt að hafa 108.920 hestöfl undir húddinu, en vandinn er sá að þessi öfluga vél kemst ekki í vélarrúm neins bíls. Hún er ætluð í skip og er stærsta strokkvél sem framleidd hefur verið. Vélin er 14 strokka og sprengirými hennar er 25.480 lítrar. Hún er forþjöppudrifin dísilvél og hver strokkur hefur sprengirými uppá 1.820 lítra. Hún snýst reyndar afar hægt í samanburði við bílvélar, eða aðeins 22-102 snúninga á mínútu. Engu að síður hefur hún ógnartogkraft, eða 5.608.310 pund á hvert fet. Það þyrfti 109 bílvélar úr ofurbílnum Bugatti Veyron, sem er 1.000 hestöfl, til að jafna hestaflatölu þessarar vélar. Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent
Það væri alls ekki ónýtt að hafa 108.920 hestöfl undir húddinu, en vandinn er sá að þessi öfluga vél kemst ekki í vélarrúm neins bíls. Hún er ætluð í skip og er stærsta strokkvél sem framleidd hefur verið. Vélin er 14 strokka og sprengirými hennar er 25.480 lítrar. Hún er forþjöppudrifin dísilvél og hver strokkur hefur sprengirými uppá 1.820 lítra. Hún snýst reyndar afar hægt í samanburði við bílvélar, eða aðeins 22-102 snúninga á mínútu. Engu að síður hefur hún ógnartogkraft, eða 5.608.310 pund á hvert fet. Það þyrfti 109 bílvélar úr ofurbílnum Bugatti Veyron, sem er 1.000 hestöfl, til að jafna hestaflatölu þessarar vélar.
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent