Stærsta vél í heimi Finnur Thorlacius skrifar 11. desember 2013 13:15 Stærsta strokkvél í heimi. Það væri alls ekki ónýtt að hafa 108.920 hestöfl undir húddinu, en vandinn er sá að þessi öfluga vél kemst ekki í vélarrúm neins bíls. Hún er ætluð í skip og er stærsta strokkvél sem framleidd hefur verið. Vélin er 14 strokka og sprengirými hennar er 25.480 lítrar. Hún er forþjöppudrifin dísilvél og hver strokkur hefur sprengirými uppá 1.820 lítra. Hún snýst reyndar afar hægt í samanburði við bílvélar, eða aðeins 22-102 snúninga á mínútu. Engu að síður hefur hún ógnartogkraft, eða 5.608.310 pund á hvert fet. Það þyrfti 109 bílvélar úr ofurbílnum Bugatti Veyron, sem er 1.000 hestöfl, til að jafna hestaflatölu þessarar vélar. Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent
Það væri alls ekki ónýtt að hafa 108.920 hestöfl undir húddinu, en vandinn er sá að þessi öfluga vél kemst ekki í vélarrúm neins bíls. Hún er ætluð í skip og er stærsta strokkvél sem framleidd hefur verið. Vélin er 14 strokka og sprengirými hennar er 25.480 lítrar. Hún er forþjöppudrifin dísilvél og hver strokkur hefur sprengirými uppá 1.820 lítra. Hún snýst reyndar afar hægt í samanburði við bílvélar, eða aðeins 22-102 snúninga á mínútu. Engu að síður hefur hún ógnartogkraft, eða 5.608.310 pund á hvert fet. Það þyrfti 109 bílvélar úr ofurbílnum Bugatti Veyron, sem er 1.000 hestöfl, til að jafna hestaflatölu þessarar vélar.
Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent