Gaman að vera lögga í Humberside Finnur Thorlacius skrifar 11. desember 2013 15:15 Lexus IS-F bíll lögreglunnar í Humberside. Lögreglan þarf að vera á góðum bílum sem eru vel tækjum búnir og það virðist lögreglan í Humberside í Bretlandi hafa áttað sig á en hún hefur fengið í sína þjónustu sinn fyrsta Lexus IS-F sportbíl. Hann er 417 hestöfl og með hámarkshraða uppá 270 km/klst, þökk sé 5,0 lítra V8 vél. Lexus bílarnir eiga að leysa af Subaru bíla sem Humberside lögreglan hafði í sinni þjónustu við löggæslu á vegum úti. Lögreglan í Humberside hefur eytt 12 mánuðum í að vega og meta hvaða bílar myndu gagnast þeim mest við þessa löggæslu og skoðað margan öflugan bílinn til verksins. Lexus bílarnir urðu fyrir valinu sökum akstursgetu þeirra, gæða, öryggis og rekstarkostnaðar. Þessir bílar verða troðnir tæknibúnaði sem kostar um 30.000 pund í hvern bíl. Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent
Lögreglan þarf að vera á góðum bílum sem eru vel tækjum búnir og það virðist lögreglan í Humberside í Bretlandi hafa áttað sig á en hún hefur fengið í sína þjónustu sinn fyrsta Lexus IS-F sportbíl. Hann er 417 hestöfl og með hámarkshraða uppá 270 km/klst, þökk sé 5,0 lítra V8 vél. Lexus bílarnir eiga að leysa af Subaru bíla sem Humberside lögreglan hafði í sinni þjónustu við löggæslu á vegum úti. Lögreglan í Humberside hefur eytt 12 mánuðum í að vega og meta hvaða bílar myndu gagnast þeim mest við þessa löggæslu og skoðað margan öflugan bílinn til verksins. Lexus bílarnir urðu fyrir valinu sökum akstursgetu þeirra, gæða, öryggis og rekstarkostnaðar. Þessir bílar verða troðnir tæknibúnaði sem kostar um 30.000 pund í hvern bíl.
Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent