Bílasala fellur 9 mánuði í röð í Rússlandi Finnur Thorlacius skrifar 13. desember 2013 11:45 Lada bílar seljast ekki vel um þessar mundir. Bílasala féll um 4% í nóvembermánuði í Rússlandi og hefur hún fallið frá fyrra ári alla síðustu 9 mánuði. Í nóvember seldust 231.982 bílar þar eystra. Bílasala í heild í Evrópu féll reyndar meira en í Rússlandi, eða um 8%. Efnahagur í Rússlandi er í lægð og því kemur minnkandi bílasala ekki svo mikið á óvart, en fyrir þetta 9 mánaða fall var bílasala í Rússlandi mjög fjörleg og hafði vaxið í stórvöxnum tölum. Búist er við því að bílasala í Rússlandi verði 6% minni í ár en í fyrra. Horfur fyrir næsta ár eru þær að bílasala verði álíka og í ár. Lada heldur enn toppsætinu hvað fjölda seldra bíla áhrærir, en sala Lada bíla féll um 19% í nóvember og nam 36.509 bílum. Renault er það bílamerki sem selst næst mest í Rússlandi og jókst hún um 3% í nóvember. Dacia bílar frá Rúmeníu seljast ágætlega í Rússlandi og þriðja söluhæsta bílgerðin í nóvember var Dacia Duster sem seldist 12% betur enn í fyrra. Kia og Hyundai eru þriðja og fjórða söluhæsta bílamerkið og jókst sala þeirra en 6%. Í fimmta sæti er Chevrolet en sala þeirra minnkaði reyndar um 18% í nóvember. Volkswagen seldi 9% færri bíla, en lúxusmerki BMW jók söluna um 33%, Audi 18% og Mercedes Benz um 17%. Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent
Bílasala féll um 4% í nóvembermánuði í Rússlandi og hefur hún fallið frá fyrra ári alla síðustu 9 mánuði. Í nóvember seldust 231.982 bílar þar eystra. Bílasala í heild í Evrópu féll reyndar meira en í Rússlandi, eða um 8%. Efnahagur í Rússlandi er í lægð og því kemur minnkandi bílasala ekki svo mikið á óvart, en fyrir þetta 9 mánaða fall var bílasala í Rússlandi mjög fjörleg og hafði vaxið í stórvöxnum tölum. Búist er við því að bílasala í Rússlandi verði 6% minni í ár en í fyrra. Horfur fyrir næsta ár eru þær að bílasala verði álíka og í ár. Lada heldur enn toppsætinu hvað fjölda seldra bíla áhrærir, en sala Lada bíla féll um 19% í nóvember og nam 36.509 bílum. Renault er það bílamerki sem selst næst mest í Rússlandi og jókst hún um 3% í nóvember. Dacia bílar frá Rúmeníu seljast ágætlega í Rússlandi og þriðja söluhæsta bílgerðin í nóvember var Dacia Duster sem seldist 12% betur enn í fyrra. Kia og Hyundai eru þriðja og fjórða söluhæsta bílamerkið og jókst sala þeirra en 6%. Í fimmta sæti er Chevrolet en sala þeirra minnkaði reyndar um 18% í nóvember. Volkswagen seldi 9% færri bíla, en lúxusmerki BMW jók söluna um 33%, Audi 18% og Mercedes Benz um 17%.
Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent