Bílgreinasambandið hefur áhyggjur af bílaleigumarkaðnum Finnur Thorlacius skrifar 13. desember 2013 14:30 Nýjum bílaleigubílum er hætt að fjölga. Bílgreinasambandið lýsir yfir þungum áhyggjum af þeirri þróun sem átt hefur sér stað á íslenska bílaleigumarkaðnum. Bílaleigur hafa undanfarin ár verið lang stærsti kaupandi nýrra bíla á Íslandi og verið einn helsti drifkraftur í endurnýjun bifreiðaflota landsmanna og um leið stuðlað að lækkun CO2 losunar íslenska bifreiðaflotans og er það vel. Þær breytingar sem gerðar voru á vörugjöldum bílaleigubíla um síðastliðin áramót hafa hins vegar haft þau áhrif að verulega hefur dregið úr kaupum bílaleiga á nýjum bílum á árinu. Fyrirséð er að kaupgeta bílaleiga mun dragast enn meira saman með ófyrirséðum afleiðingum fyrir bílainnflytjendur, ef ekkert er að gert. Þessu til stuðnings má benda á að nýskráðir bílaleigubílar á árinu 2013 eru einungis 2% fleiri en árið 2006, þrátt fyrir gríðarmikinn vöxt í ferðaþjónustu og fjölgun ferðamanna til landsins. Hins vegar hefur bílaleigubílum miðað við fjölda í árslok hvors árs fjölgað um 81% og liggur munurinn í því að gríðarleg aukning hefur orðið í skráningu á eldri bílum til bílaleigureksturs. Slíkir bílar eru ógn við öryggi og vegfarendur á íslenskum vegum. Þeir eyða mun meira eldsneyti en nýrri árgerðir og ljóst að útblástursmarkmið nást ekki jafn hratt og að er stefnt. Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent
Bílgreinasambandið lýsir yfir þungum áhyggjum af þeirri þróun sem átt hefur sér stað á íslenska bílaleigumarkaðnum. Bílaleigur hafa undanfarin ár verið lang stærsti kaupandi nýrra bíla á Íslandi og verið einn helsti drifkraftur í endurnýjun bifreiðaflota landsmanna og um leið stuðlað að lækkun CO2 losunar íslenska bifreiðaflotans og er það vel. Þær breytingar sem gerðar voru á vörugjöldum bílaleigubíla um síðastliðin áramót hafa hins vegar haft þau áhrif að verulega hefur dregið úr kaupum bílaleiga á nýjum bílum á árinu. Fyrirséð er að kaupgeta bílaleiga mun dragast enn meira saman með ófyrirséðum afleiðingum fyrir bílainnflytjendur, ef ekkert er að gert. Þessu til stuðnings má benda á að nýskráðir bílaleigubílar á árinu 2013 eru einungis 2% fleiri en árið 2006, þrátt fyrir gríðarmikinn vöxt í ferðaþjónustu og fjölgun ferðamanna til landsins. Hins vegar hefur bílaleigubílum miðað við fjölda í árslok hvors árs fjölgað um 81% og liggur munurinn í því að gríðarleg aukning hefur orðið í skráningu á eldri bílum til bílaleigureksturs. Slíkir bílar eru ógn við öryggi og vegfarendur á íslenskum vegum. Þeir eyða mun meira eldsneyti en nýrri árgerðir og ljóst að útblástursmarkmið nást ekki jafn hratt og að er stefnt.
Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent