Bon Jovi með tekjuhæstu tónleikaferðina 16. desember 2013 10:09 Lengi lifir í gömlu glæðunum hjá Bon Jovi. MYND/EPA Bandaríska rokksveitin Bon Jovi var sú hljómsveit sem halaði inn mestum tekjum af tónleikum á árinu sem nú er að líða. Tímaritið Billboard, biblía tónlistariðnaðarins, tekur árlega saman lista yfir þær tónleikaferðir sem raka saman flestum aurunum það árið og í ár eru það rokkararnir frá New Jersey sem tróna á toppnum. Hljómsveitin spilaði fyrir rúmlega tvær milljónir manna á árinu á níutíu tónleikum víðsvegar um heiminn. Uppselt var á alla tónleikana og nam veltan rúmum tvöhundruð milljónum dollara. Í öðru sæti á listanum er Cirque du Solei, með sýningu sem tileinkuð var tónlist Michaels Jackson. Þar á eftir kemur síðan tónleikaferðalag bandarísku stjörnunnar Pink. Öldungarnir í Rolling Stones er sú breska sveit sem bestum árangri náði, en þeir verma sjötta sætið á listanum þrátt fyrir að hafa aðeins spilað á tuttugu og þremur tónleikum þetta árið. Rétt á undan Stones kom síðan annar rokkari frá New Jersey, Bruce Springsteen, sem átti gott ár og halaði inn tæpum 150 milljónum dollara.Þetta er í þriðja sinn sem Bon Jovi verma toppsæti listans, það tókst þeim einnig árin 2008 og 2010. Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Bandaríska rokksveitin Bon Jovi var sú hljómsveit sem halaði inn mestum tekjum af tónleikum á árinu sem nú er að líða. Tímaritið Billboard, biblía tónlistariðnaðarins, tekur árlega saman lista yfir þær tónleikaferðir sem raka saman flestum aurunum það árið og í ár eru það rokkararnir frá New Jersey sem tróna á toppnum. Hljómsveitin spilaði fyrir rúmlega tvær milljónir manna á árinu á níutíu tónleikum víðsvegar um heiminn. Uppselt var á alla tónleikana og nam veltan rúmum tvöhundruð milljónum dollara. Í öðru sæti á listanum er Cirque du Solei, með sýningu sem tileinkuð var tónlist Michaels Jackson. Þar á eftir kemur síðan tónleikaferðalag bandarísku stjörnunnar Pink. Öldungarnir í Rolling Stones er sú breska sveit sem bestum árangri náði, en þeir verma sjötta sætið á listanum þrátt fyrir að hafa aðeins spilað á tuttugu og þremur tónleikum þetta árið. Rétt á undan Stones kom síðan annar rokkari frá New Jersey, Bruce Springsteen, sem átti gott ár og halaði inn tæpum 150 milljónum dollara.Þetta er í þriðja sinn sem Bon Jovi verma toppsæti listans, það tókst þeim einnig árin 2008 og 2010.
Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira