Sigríður Thorlacius bætir við aukatónleikum í kvöld Ólöf Skaftadóttir skrifar 18. desember 2013 13:25 Sigríður Thorlacius Fréttablaðið/Daníel Uppselt er á jólatónleika Sigríðar Thorlacius og hljómsveitar, en vegna mikillar eftirspurnar var ákveðið að bæta við aukatónleikum í kvöld klukkan 22.00, í Fríkirkjunni. Útgáfutónleikar Sigríðar Thorlacius og hljómsveitar eru haldnir vegna útkomu plötunnar Jólakveðja. Platan inniheldur frumsamin lög eftir Guðmund Óskar Guðmundsson og Bjarna Frímann Bjarnason en textarnir eru sóttir í klassísk íslensk ljóðasöfn. „Textarnir spanna nokkuð langt tímabil, þeir elstu eiga rætur sínar að rekja til aldamótanna 1900 en þeir yngstu ná allt til árþúsundamótanna 2000. Þrátt fyrir það greina þeir allir frá hinum sanna boðskap jólanna og fanga þannig hlýjuna sem einkennir hátíðina,“ segir Sigríður um plötuna. Sigríður Thorlacius hefur á stuttum ferli skipað sér á sess með fremstu söngkonum þjóðarinnar. Hún hlaut meðal annars Íslensku tónlistarverðlaunin árið 2009 sem „Besta röddin.“ Jólakveðja er ekki fyrsta sólóbreiðskífa Sigríðar en árið 2009 kom út platan Á ljúflingshól, þar sem Sigríður söng lög bræðranna Jóns Múla og Jónasar Árnasonar, ásamt hljómsveitinni Heiðurspiltar. „Við stefnum á notalega og hlýja kvöldstund í Fríkirkjunni þetta ágæta kvöld,“ segir Sigríður, en uppselt er á tónleikana kl. 20 og því var ákveðið að bæta við tónleikum kl. 22. „Þá geta þeir sem hafa áhyggjur af jólagjafa-innkaupum sinnt þeim og komið svo og slappað af með innkaupapokana sína í Fríkirkjunni,“ útskýrir Sigríður. Um upphitun á tónleikunum sér tríóið Hvíld og ró, en það er skipað þeim Snorra Helgasyni, Mr. Sillu og Gunnari Tynes úr Múm. „Tríóið mun leika frumsamin jólalög sem eru sérstaklega vel til þess fallin að koma áhorfendum strax í rétta jólaskapið,“ segir Sigríður að lokum. Mest lesið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Uppselt er á jólatónleika Sigríðar Thorlacius og hljómsveitar, en vegna mikillar eftirspurnar var ákveðið að bæta við aukatónleikum í kvöld klukkan 22.00, í Fríkirkjunni. Útgáfutónleikar Sigríðar Thorlacius og hljómsveitar eru haldnir vegna útkomu plötunnar Jólakveðja. Platan inniheldur frumsamin lög eftir Guðmund Óskar Guðmundsson og Bjarna Frímann Bjarnason en textarnir eru sóttir í klassísk íslensk ljóðasöfn. „Textarnir spanna nokkuð langt tímabil, þeir elstu eiga rætur sínar að rekja til aldamótanna 1900 en þeir yngstu ná allt til árþúsundamótanna 2000. Þrátt fyrir það greina þeir allir frá hinum sanna boðskap jólanna og fanga þannig hlýjuna sem einkennir hátíðina,“ segir Sigríður um plötuna. Sigríður Thorlacius hefur á stuttum ferli skipað sér á sess með fremstu söngkonum þjóðarinnar. Hún hlaut meðal annars Íslensku tónlistarverðlaunin árið 2009 sem „Besta röddin.“ Jólakveðja er ekki fyrsta sólóbreiðskífa Sigríðar en árið 2009 kom út platan Á ljúflingshól, þar sem Sigríður söng lög bræðranna Jóns Múla og Jónasar Árnasonar, ásamt hljómsveitinni Heiðurspiltar. „Við stefnum á notalega og hlýja kvöldstund í Fríkirkjunni þetta ágæta kvöld,“ segir Sigríður, en uppselt er á tónleikana kl. 20 og því var ákveðið að bæta við tónleikum kl. 22. „Þá geta þeir sem hafa áhyggjur af jólagjafa-innkaupum sinnt þeim og komið svo og slappað af með innkaupapokana sína í Fríkirkjunni,“ útskýrir Sigríður. Um upphitun á tónleikunum sér tríóið Hvíld og ró, en það er skipað þeim Snorra Helgasyni, Mr. Sillu og Gunnari Tynes úr Múm. „Tríóið mun leika frumsamin jólalög sem eru sérstaklega vel til þess fallin að koma áhorfendum strax í rétta jólaskapið,“ segir Sigríður að lokum.
Mest lesið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira