Audi Q1 verður framleiddur Finnur Thorlacius skrifar 3. desember 2013 08:45 Í gær tilkynnti Audi að grænt ljós væri komið á framleiðslu Q1 jepplingsins og kemur hann á markað árið 2016. Hann verður sá minnsti í Q-röð jeppa og jepplinga fyrirtækisins sem nú telja þegar Q3, RS Q3, Q5, SQ5 og Q7 jeppann. Þessi smái jepplingur verður byggður á MQB undirvagninum og þá líklega af svipaðri stærð og er undir Audi A3 fólksbílnum. Hann verður smíðaður í höfuðstöðvunum í Ingolstadt. Ekki liggur fyrir hvort hann verður eins og bíllinn sem hér sést og fékk nafnið Audi Crosslane Coupe Concept, en vonandi verður svo því hann er ári smekklegur. Þessi ákvörðun Audi kemur ekki á óvart þar sem mikill vöxtur er í sölu á minni gerðum jepplinga og heimsbyggðin virðist alls ekki södd á jepplingum almennt. Q-lína Audi taldi 30% af heildarsölu Audi á síðasta ári og gæti enn vaxið með þessu útspili. Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent
Í gær tilkynnti Audi að grænt ljós væri komið á framleiðslu Q1 jepplingsins og kemur hann á markað árið 2016. Hann verður sá minnsti í Q-röð jeppa og jepplinga fyrirtækisins sem nú telja þegar Q3, RS Q3, Q5, SQ5 og Q7 jeppann. Þessi smái jepplingur verður byggður á MQB undirvagninum og þá líklega af svipaðri stærð og er undir Audi A3 fólksbílnum. Hann verður smíðaður í höfuðstöðvunum í Ingolstadt. Ekki liggur fyrir hvort hann verður eins og bíllinn sem hér sést og fékk nafnið Audi Crosslane Coupe Concept, en vonandi verður svo því hann er ári smekklegur. Þessi ákvörðun Audi kemur ekki á óvart þar sem mikill vöxtur er í sölu á minni gerðum jepplinga og heimsbyggðin virðist alls ekki södd á jepplingum almennt. Q-lína Audi taldi 30% af heildarsölu Audi á síðasta ári og gæti enn vaxið með þessu útspili.
Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent