Vinsældir dísilbíla stóraukast í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 3. desember 2013 10:15 Volkswagen Passat CC Dísilbílar hafa ekki sérlega átt vinsældum að fagna í Bandaríkjunum, en það breytist nú hratt. Meira að segja Volkswagen furðar sig á hversu vel dísildrifnum bílum þeirra hefur verið tekið á undanförnum misserum. Í nýliðnum október voru 22% seldra Volkswagen bíla í Bandaríkjunum með dísilvél. Langvinsælastur þeirra er Volkswagen Passat, en 30% seldra slíkra voru með dísilvélum. Það er kannski ekki nema von í því ljósi að á tankfylli má aka þeim bíl 1.290 kílómetra og þar sem Bandaríkjamenn aka gjarnan langar vegalengdir á þjóðvegum nýtast slíkir bílar enn betur.Vanmetnar vinsældir Þegar Volkswagen setti dísilútgáfu Passat bílsins á markað vestanhafs bjuggust þeir við að um 17% þeirra yrðu dísildrifnir, en það reyndist vanmat, þeir eru nærri helmingi vinsælli. Volkswagen hefur reyndar mikla sérstöðu í Bandaríkjunum þegar kemur að dísilbílum, því Volkswagen er með 72% heildarmarkaðarins í dísildrifnum fólksbílum. Þá eru jeppar og pallbílar undanskildir, en vinsældir þeirra með dísilvél eiga sér lengri sögu þar vestra. Það sem hamlað hefur sölu dísildrifinna fólksbíal er sú staðreynd að það eru langt í frá allar eldsneytisstöðvar í Bandaríkjunum sem bjóða dísilolíu til sölu. Þeim fer þó fjölgandi. Bandaríkjamenn eru því hægt og rólega að átta sig á kostum dísilvéla, en þar hefur verið innbyggð andstaða við dísilvélar til langs tíma og hvort það eigi rætur að rekja til þeirrar sótmengunar sem frá þeim kemur eða þess hávaða sem fyrri dísilvélum fylgdu, eða allt öðru, skal ósagt látið. Það er hinsvegar lág eyðsla dísildrifinna bíla og hátt eldsneytisverð sem fengið hefur augu Bandaríkjamanna til að líta í átt til dísilbíla. Vöxtur 36 mánuði í röð Í ágúst síðastliðnum jókst sala dísilbíla í Bandaríkjunum um 41,8% frá ágúst árinu áður og 38,1% í júlí. Október var 36. mánuðurinn í röð sem sala á díslbílum hefur vaxið í Bandaríkjunum. Þó svo að hlutfall þeirra í heildarbílasölunni sé ekki svo ýkja hátt ennþá er vöxturinn mjög hraður. Hann mun seint ná vinsældum dísilbíla í Evrópu, en þar eru ríflega helmingur allra seldra nýrra bíla með dísilvél og það sama á við um Ísland. Fastlega er búist við að vegur dísildrifinna bíla eigi eftir að aukast enn meira vestanhafs og fleiri og fleiri bílaframleiðendur þora að bjóða dísildrifna bíla þar, en Volkswagen hefur rutt brautina fyrir aðra bílaframleiðendur.Eru aðeins 1% af heildarflotanumDísildrifnir fólksbílar eru nú ekki nema 1% af bílaflotanum í Bandaríkjunum, en ef pallbílar og aðrir stærri bílar eru taldir með nær sú tala þremur prósentum. Í dag eru í boði 17 gerðir dísildrifinna fólksbíla í Bandaríkjunum, 8 gerðir pallbíla og sex gerðir annarra stórra bíla með dísilvélum. Á næstu tveimur árum verða kynntar 19 fleiri gerðir dísilbíla þar og í ljósi þess er ekkert í spilunum annað en að vegur dísilbíla þar muni taka áframhaldandi stór stökk á næstu árum. Því hefur verið spáð að árið 2018 verði sala dísilbíla komin uppí 8-10% af sölu nýrra bíla og búast má við því að evrópskir bílaframleiðendur muni eiga stóran skerf að þeirri sölu. Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent
Dísilbílar hafa ekki sérlega átt vinsældum að fagna í Bandaríkjunum, en það breytist nú hratt. Meira að segja Volkswagen furðar sig á hversu vel dísildrifnum bílum þeirra hefur verið tekið á undanförnum misserum. Í nýliðnum október voru 22% seldra Volkswagen bíla í Bandaríkjunum með dísilvél. Langvinsælastur þeirra er Volkswagen Passat, en 30% seldra slíkra voru með dísilvélum. Það er kannski ekki nema von í því ljósi að á tankfylli má aka þeim bíl 1.290 kílómetra og þar sem Bandaríkjamenn aka gjarnan langar vegalengdir á þjóðvegum nýtast slíkir bílar enn betur.Vanmetnar vinsældir Þegar Volkswagen setti dísilútgáfu Passat bílsins á markað vestanhafs bjuggust þeir við að um 17% þeirra yrðu dísildrifnir, en það reyndist vanmat, þeir eru nærri helmingi vinsælli. Volkswagen hefur reyndar mikla sérstöðu í Bandaríkjunum þegar kemur að dísilbílum, því Volkswagen er með 72% heildarmarkaðarins í dísildrifnum fólksbílum. Þá eru jeppar og pallbílar undanskildir, en vinsældir þeirra með dísilvél eiga sér lengri sögu þar vestra. Það sem hamlað hefur sölu dísildrifinna fólksbíal er sú staðreynd að það eru langt í frá allar eldsneytisstöðvar í Bandaríkjunum sem bjóða dísilolíu til sölu. Þeim fer þó fjölgandi. Bandaríkjamenn eru því hægt og rólega að átta sig á kostum dísilvéla, en þar hefur verið innbyggð andstaða við dísilvélar til langs tíma og hvort það eigi rætur að rekja til þeirrar sótmengunar sem frá þeim kemur eða þess hávaða sem fyrri dísilvélum fylgdu, eða allt öðru, skal ósagt látið. Það er hinsvegar lág eyðsla dísildrifinna bíla og hátt eldsneytisverð sem fengið hefur augu Bandaríkjamanna til að líta í átt til dísilbíla. Vöxtur 36 mánuði í röð Í ágúst síðastliðnum jókst sala dísilbíla í Bandaríkjunum um 41,8% frá ágúst árinu áður og 38,1% í júlí. Október var 36. mánuðurinn í röð sem sala á díslbílum hefur vaxið í Bandaríkjunum. Þó svo að hlutfall þeirra í heildarbílasölunni sé ekki svo ýkja hátt ennþá er vöxturinn mjög hraður. Hann mun seint ná vinsældum dísilbíla í Evrópu, en þar eru ríflega helmingur allra seldra nýrra bíla með dísilvél og það sama á við um Ísland. Fastlega er búist við að vegur dísildrifinna bíla eigi eftir að aukast enn meira vestanhafs og fleiri og fleiri bílaframleiðendur þora að bjóða dísildrifna bíla þar, en Volkswagen hefur rutt brautina fyrir aðra bílaframleiðendur.Eru aðeins 1% af heildarflotanumDísildrifnir fólksbílar eru nú ekki nema 1% af bílaflotanum í Bandaríkjunum, en ef pallbílar og aðrir stærri bílar eru taldir með nær sú tala þremur prósentum. Í dag eru í boði 17 gerðir dísildrifinna fólksbíla í Bandaríkjunum, 8 gerðir pallbíla og sex gerðir annarra stórra bíla með dísilvélum. Á næstu tveimur árum verða kynntar 19 fleiri gerðir dísilbíla þar og í ljósi þess er ekkert í spilunum annað en að vegur dísilbíla þar muni taka áframhaldandi stór stökk á næstu árum. Því hefur verið spáð að árið 2018 verði sala dísilbíla komin uppí 8-10% af sölu nýrra bíla og búast má við því að evrópskir bílaframleiðendur muni eiga stóran skerf að þeirri sölu.
Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent