Heilræðabók Fluguveiðimannsins Karl Lúðvíksson skrifar 3. desember 2013 11:12 Stefán Jón Hafstein var að gefa út bók fyrir fluguveiðimenn sem heitir Fluguveiðiráð og er, eins og nafnið bendir til, stútfull af góðum ráðum til þeirra sem eru nýbyrjaðir sem lengra komnir í fluguveiði. Bókin er virkilega vel skrifuð og það er klárt mál að allir eiga eftir að finna eitt eða tvö, jafnvel fleiri, ráð til að ná fiski sem er erfiður viðureignar. Stefán Jón hefur sérstaklega góð tók á því að koma góðum ráðum til skila á skýran og greinargóðan hátt svo það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar gott ráð blasir við er "hvert get ég farið til að prófa þetta?" Þér er kennt að veiða markvisst og skipulega með þeim aðferðum sem þekktar eru og oft er það þannig að hið augljósa blasir við þegar gömul augnablik við veiðar koma upp í hugann og gott ráð sem hefði verið gott að vita er lýst svo vel að auðvelt er að sjá fyrir sér hvernig næsti fiskur fellur fyrir því bragði. Bókinni er að finna sérkafla um laxveiði, sjóbleikjuveiði, urriðaveiði og vatnaveiði. Þá er farið ítarlega í flugurnar sem veiðimönnum er kennt að velja eftir aðstæðum en kaflarnir eru um þurrflugur, straumflugur og púpur. Við fyrsta lestur bókarinnar náði hún því sem ég held að höfundur hafi ætlast til af henni, en það er að fá lesandann til að rifja upp í huganum atvik þar sem kastað jafi verið fyrir fisk sem ekkert vildi taka og sjá í bókinni ráð sem hafi ekki verið prófað en hefði líklega landað þessum stóra. Það er það sem ég upplifði við að lesa þessa bók og það er það sem ég bíð eftir að gera. Ég held að þessi bók verði mikið notuð næsta sumar. Fallegar skýringarmyndir eru í bókinni eftir Lárus Karl Ingason. Stangveiði Mest lesið Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Lausir dagar í Stóru Laxá Veiði Opnunin í Þverá og Kjarrá komin í 130 laxa Veiði 883 urriðar á land í Litla Sjó á einni viku Veiði Harpa Hlín felldi 270 kílóa elg í Eistlandi Veiði RISE fluguveiðihátíð og Veiðisýning 26. mars Veiði 97 sm hængur úr Svalbarðsá Veiði Vel heppnaðar tilraunaveiðar í Víðidalsá Veiði Stjórn villtra laxastofna hefur bruðist Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði
Stefán Jón Hafstein var að gefa út bók fyrir fluguveiðimenn sem heitir Fluguveiðiráð og er, eins og nafnið bendir til, stútfull af góðum ráðum til þeirra sem eru nýbyrjaðir sem lengra komnir í fluguveiði. Bókin er virkilega vel skrifuð og það er klárt mál að allir eiga eftir að finna eitt eða tvö, jafnvel fleiri, ráð til að ná fiski sem er erfiður viðureignar. Stefán Jón hefur sérstaklega góð tók á því að koma góðum ráðum til skila á skýran og greinargóðan hátt svo það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar gott ráð blasir við er "hvert get ég farið til að prófa þetta?" Þér er kennt að veiða markvisst og skipulega með þeim aðferðum sem þekktar eru og oft er það þannig að hið augljósa blasir við þegar gömul augnablik við veiðar koma upp í hugann og gott ráð sem hefði verið gott að vita er lýst svo vel að auðvelt er að sjá fyrir sér hvernig næsti fiskur fellur fyrir því bragði. Bókinni er að finna sérkafla um laxveiði, sjóbleikjuveiði, urriðaveiði og vatnaveiði. Þá er farið ítarlega í flugurnar sem veiðimönnum er kennt að velja eftir aðstæðum en kaflarnir eru um þurrflugur, straumflugur og púpur. Við fyrsta lestur bókarinnar náði hún því sem ég held að höfundur hafi ætlast til af henni, en það er að fá lesandann til að rifja upp í huganum atvik þar sem kastað jafi verið fyrir fisk sem ekkert vildi taka og sjá í bókinni ráð sem hafi ekki verið prófað en hefði líklega landað þessum stóra. Það er það sem ég upplifði við að lesa þessa bók og það er það sem ég bíð eftir að gera. Ég held að þessi bók verði mikið notuð næsta sumar. Fallegar skýringarmyndir eru í bókinni eftir Lárus Karl Ingason.
Stangveiði Mest lesið Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Lausir dagar í Stóru Laxá Veiði Opnunin í Þverá og Kjarrá komin í 130 laxa Veiði 883 urriðar á land í Litla Sjó á einni viku Veiði Harpa Hlín felldi 270 kílóa elg í Eistlandi Veiði RISE fluguveiðihátíð og Veiðisýning 26. mars Veiði 97 sm hængur úr Svalbarðsá Veiði Vel heppnaðar tilraunaveiðar í Víðidalsá Veiði Stjórn villtra laxastofna hefur bruðist Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði