Mercedes Benz hefur sölu bíla á netinu Finnur Thorlacius skrifar 4. desember 2013 13:15 Mercedes Benz CLS er einn þeirra bíla sem í boði verða á netinu. Mercedes Benz mun í fyrsta skipti hefja sölu bíla sinna gegnum netið og fylgja með því fordæmi BMW. Kaupendur geta valið á milli 70 gerða af Mercedes Benz bílum. Bæði verði í boði að kaupa og leigja bílana. Bílaframleiðendur eru nú í meira mæli farnir að horfa til sölu bíla sinna á netinu. BMW tók sitt fyrsta skref þar með sölu á eingöngu einni gerð bíla sinna, rafmagnsbílnum smáa, BMW i3. Segja má að þrýstingurinn á bílaframleiðendurna hafi komið frá bílaumboðum sem margir hverjir hafa hafið sölu á bílum á netinu, svo sem mobile.de. en sá vefur selur bæði nýja og notaða bíla. Mercedes Benz ætlar sérstaklega að höfða til fólks sem ekki hefur keypt Mercedes benz bíla áður, ekki síst ungs fólks sem vant er að versla vörur á netinu. Verð Mercedes Benz bílanna sem seldir verða á netinu verður jafnt við verð það sem boðið er hjá öðrum söluumboðum Benz, en verðlaun kaupenda verða fólgin í hlutum eins og boði í akstri á akstursbrautum. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent
Mercedes Benz mun í fyrsta skipti hefja sölu bíla sinna gegnum netið og fylgja með því fordæmi BMW. Kaupendur geta valið á milli 70 gerða af Mercedes Benz bílum. Bæði verði í boði að kaupa og leigja bílana. Bílaframleiðendur eru nú í meira mæli farnir að horfa til sölu bíla sinna á netinu. BMW tók sitt fyrsta skref þar með sölu á eingöngu einni gerð bíla sinna, rafmagnsbílnum smáa, BMW i3. Segja má að þrýstingurinn á bílaframleiðendurna hafi komið frá bílaumboðum sem margir hverjir hafa hafið sölu á bílum á netinu, svo sem mobile.de. en sá vefur selur bæði nýja og notaða bíla. Mercedes Benz ætlar sérstaklega að höfða til fólks sem ekki hefur keypt Mercedes benz bíla áður, ekki síst ungs fólks sem vant er að versla vörur á netinu. Verð Mercedes Benz bílanna sem seldir verða á netinu verður jafnt við verð það sem boðið er hjá öðrum söluumboðum Benz, en verðlaun kaupenda verða fólgin í hlutum eins og boði í akstri á akstursbrautum.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent