Góð nóvembersala í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 9. desember 2013 13:03 Jeep Cherokee seldist vel í nóvember. Það er ástæða til fagnaðar hjá flestum þeim sem selja bíla í Bandaríkjunum eftir einkar góða sölu bíla í síðasta mánuði. Svo til allir stóru bílaframleiðendurnir juku sölu sína umtalsvert, þó svo sala Honda hafi minnkað um 0,06% og BMW um 0,37%. Af stóru framleiðendunum gekk Chrysler best með 16% aukningu og þar vóg sala Jeep mest, en hún jókst um 30% milli ára og átti frábær sala Jeep Cherokee þar mestan þátt. General Motors jók söluna um 14%, Nissan um 11%, Toyota um 10% og Ford um 7%. Margir af minni bílgerðunum náðu mikilli aukningu og toppaði Maserati þar listann með 173% meiri sölu, en það telur samt ekki ýkja marga bíla. Jaguar náði 103% aukningu, Mitsubishi 48%, Subaru 30%, Land Rover 25%, Mercedes Benz 14% og Audi 13%. Volvo á áfram erfitt á Bandaríkjamarkaði og minnkaði sala þeirra um 31%, Volkswagen um 16% og Fiat um 15%. Mest lesið Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent
Það er ástæða til fagnaðar hjá flestum þeim sem selja bíla í Bandaríkjunum eftir einkar góða sölu bíla í síðasta mánuði. Svo til allir stóru bílaframleiðendurnir juku sölu sína umtalsvert, þó svo sala Honda hafi minnkað um 0,06% og BMW um 0,37%. Af stóru framleiðendunum gekk Chrysler best með 16% aukningu og þar vóg sala Jeep mest, en hún jókst um 30% milli ára og átti frábær sala Jeep Cherokee þar mestan þátt. General Motors jók söluna um 14%, Nissan um 11%, Toyota um 10% og Ford um 7%. Margir af minni bílgerðunum náðu mikilli aukningu og toppaði Maserati þar listann með 173% meiri sölu, en það telur samt ekki ýkja marga bíla. Jaguar náði 103% aukningu, Mitsubishi 48%, Subaru 30%, Land Rover 25%, Mercedes Benz 14% og Audi 13%. Volvo á áfram erfitt á Bandaríkjamarkaði og minnkaði sala þeirra um 31%, Volkswagen um 16% og Fiat um 15%.
Mest lesið Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent