Skyggnst bak við tjöldin við gerð Thor á Íslandi
Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Í nýju myndbandi er skyggnst bak við tjöldin við gerð Thor: The Dark World sem tekin var upp að hluta til á Íslandi í fyrra.
Í myndbandinu er farið yfir helstu tæknibrellur í myndinni og þar á meðal fjallað um tökustaðinn á Íslandi.
Myndin var frumsýnd hér á landi fyrir stuttu en það eru Chris Hemsworth og Natalie Portman sem fara með aðalhlutverkin.