Bensínverð á niðurleið í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 10. nóvember 2013 10:32 Verðlækkun á bensínverði gagnast flestum nema olíufurstum. Verð á galloni af bensíni gæti farið undir 3 dollara í Bandaríkjunum áður en árið er á enda. Meðalverð á gallonið í dag er 3,25 dollarar. Myndi það samsvara 8% lækkun. Ef samskonar lækkun ætti sér stað hérlendis færi núverandi verð úr um 242 krónum í 222 krónur og myndu íslenskum heimilum muna um það. Þrír dollarar fyrir gallonið samsvarar hinsvegar 96 krónum á lítra. Lækkunin vestanhafs er að hluta til vegna þess að vinnslukostnaður á bensíni lækkar ávallt á þessum tíma árs, en bensín sem ætlað er til notkunar á vetrarmánuðum er ódýrara í vinnslu en það sem notað er á á hlýrri tíma þess. Ennfremur eru bensínbirgðir nægar nú og þrýstir það einnig niður verði. Búist er við því að verðlækkunin muni endast fram á vor á næsta ári, en vaninn er að verð rísi á þeim tíma ársins. Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent
Verð á galloni af bensíni gæti farið undir 3 dollara í Bandaríkjunum áður en árið er á enda. Meðalverð á gallonið í dag er 3,25 dollarar. Myndi það samsvara 8% lækkun. Ef samskonar lækkun ætti sér stað hérlendis færi núverandi verð úr um 242 krónum í 222 krónur og myndu íslenskum heimilum muna um það. Þrír dollarar fyrir gallonið samsvarar hinsvegar 96 krónum á lítra. Lækkunin vestanhafs er að hluta til vegna þess að vinnslukostnaður á bensíni lækkar ávallt á þessum tíma árs, en bensín sem ætlað er til notkunar á vetrarmánuðum er ódýrara í vinnslu en það sem notað er á á hlýrri tíma þess. Ennfremur eru bensínbirgðir nægar nú og þrýstir það einnig niður verði. Búist er við því að verðlækkunin muni endast fram á vor á næsta ári, en vaninn er að verð rísi á þeim tíma ársins.
Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent