Automobile prófar Subaru XV á Íslandi Finnur Thorlacius skrifar 11. nóvember 2013 15:45 Kunnugleg sjón fyrir mörlandann. Á bílavef hins þekkta bílatímarits Automobile er eitt aðalumfjöllunarefnið prófun á Subaru XV Hybrid bíl á Íslandi. Í greininni kemur fram að staðarvalið sé einfaldlega tilkomið vegna áhuga þeirra sem prófuðu bílinn á að heimsækja Ísland. Greinin byrjar reyndar svona: „Á Íslandi festast stundum snjóplógarnir og að sú staðreynd sé alls ekki hughreystandi fyrir leiðangursmenn“. Greinarritara fannst einnig kjörið að prófunin á þessum nýja Hybrid-bíl færi fram í landi þar sem 72% allrar orku sem notuð er sé innlend og umhverfisvæn. Einnig kemur fram í greininni að Subaru XV bílnum var fylgt af breyttum Toyota Land Cruiser og Land Rover Defender bílum á 44 tommu dekkjum í eigu Íslendinga sem í leiðinni voru þeirra leiðsögumenn. Hér má finna greinina um reynsluaksturinn á Íslandi.Sullað á Íslandi Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent
Á bílavef hins þekkta bílatímarits Automobile er eitt aðalumfjöllunarefnið prófun á Subaru XV Hybrid bíl á Íslandi. Í greininni kemur fram að staðarvalið sé einfaldlega tilkomið vegna áhuga þeirra sem prófuðu bílinn á að heimsækja Ísland. Greinin byrjar reyndar svona: „Á Íslandi festast stundum snjóplógarnir og að sú staðreynd sé alls ekki hughreystandi fyrir leiðangursmenn“. Greinarritara fannst einnig kjörið að prófunin á þessum nýja Hybrid-bíl færi fram í landi þar sem 72% allrar orku sem notuð er sé innlend og umhverfisvæn. Einnig kemur fram í greininni að Subaru XV bílnum var fylgt af breyttum Toyota Land Cruiser og Land Rover Defender bílum á 44 tommu dekkjum í eigu Íslendinga sem í leiðinni voru þeirra leiðsögumenn. Hér má finna greinina um reynsluaksturinn á Íslandi.Sullað á Íslandi
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent