Tata græðir á Jaguar/Land Rover Finnur Thorlacius skrifar 12. nóvember 2013 11:45 Range Rover selst eins og heitar lummur. Það var greinilega gæfuspor fyrir indverska fyrirtækið Tata að kaupa Jaguar/Land Rover af Ford árið 2008, því fyrirtækið hefur grætt á tá og fingri á bresku fyrirtækjunum síðan. Ársfjórðungsuppgjör Tata fyrir einungis annan fjórðung skilaði 69 milljarða króna hagnaði og hagnaður Jaguar/Land Rover skilaði öllum þeim hagnaði, því tap var á bílasmíði Tata í Indlandi. Í síðasta heila ársuppgjöri Tata, sem endaði í mars í ár, var 88% hagnaðar Tata frá Jaguar/Land Rover kominn. Rekstur bílasmiðsins Tata í heimalandinu hefur þjáðst undanfarið af háum vöxtum, háu eldsneytisverði og því að hagvöxtur í Indlandi hefur ekki verið svo lágur sem nú í 10 ár. Mikil eftirspurn er eftir XF, XJ og nýjum F-Type bílum Jaguar og ekki er hún minni eftir Range Rover, nýjum Range Rover Sport og Evoque. Sala Land Rover jókst um 21 milli ára og seldust alls 102.644 bílar á öðrum ársfjórðungi. Vöxtur Jaguar var þó enn meiri, eða 57% og seldust 20.024 á sama tíma. Gríðarlega sala er á Jaguar og Range Rover bílum í Kína og hafa Tata menn brugðist við því með að reisa Jaguar/Land Rover verksmiðju þar, þá fyrstu utan Bretlands. Kína er á góðri leið með að slá út Bandaríkin sem stærsti kaupandi lúxusbíla í heiminum en búist er við því að það muni gerast í enda þessa áratugar. Tata áformar einnig að reisa Jaguar/Land Rover verksmiðju í Brasilíu. Tata Nano er bæði talsvert minni og óvinsælli en Range Rover. Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent
Það var greinilega gæfuspor fyrir indverska fyrirtækið Tata að kaupa Jaguar/Land Rover af Ford árið 2008, því fyrirtækið hefur grætt á tá og fingri á bresku fyrirtækjunum síðan. Ársfjórðungsuppgjör Tata fyrir einungis annan fjórðung skilaði 69 milljarða króna hagnaði og hagnaður Jaguar/Land Rover skilaði öllum þeim hagnaði, því tap var á bílasmíði Tata í Indlandi. Í síðasta heila ársuppgjöri Tata, sem endaði í mars í ár, var 88% hagnaðar Tata frá Jaguar/Land Rover kominn. Rekstur bílasmiðsins Tata í heimalandinu hefur þjáðst undanfarið af háum vöxtum, háu eldsneytisverði og því að hagvöxtur í Indlandi hefur ekki verið svo lágur sem nú í 10 ár. Mikil eftirspurn er eftir XF, XJ og nýjum F-Type bílum Jaguar og ekki er hún minni eftir Range Rover, nýjum Range Rover Sport og Evoque. Sala Land Rover jókst um 21 milli ára og seldust alls 102.644 bílar á öðrum ársfjórðungi. Vöxtur Jaguar var þó enn meiri, eða 57% og seldust 20.024 á sama tíma. Gríðarlega sala er á Jaguar og Range Rover bílum í Kína og hafa Tata menn brugðist við því með að reisa Jaguar/Land Rover verksmiðju þar, þá fyrstu utan Bretlands. Kína er á góðri leið með að slá út Bandaríkin sem stærsti kaupandi lúxusbíla í heiminum en búist er við því að það muni gerast í enda þessa áratugar. Tata áformar einnig að reisa Jaguar/Land Rover verksmiðju í Brasilíu. Tata Nano er bæði talsvert minni og óvinsælli en Range Rover.
Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent