Er Nissan GT-R Nismo 2,0 sek. í 100? Finnur Thorlacius skrifar 18. nóvember 2013 15:35 Nissan GT-R Nismo Heyrst hefur að hinn 595 hestafla Nissan GT-R Nismo, sem Nissan vinnur nú að, sé ekki nema sléttar 2 sekúndur í hundraðið. Það er fáheyrt og þótt ótrúlegt megi virðast mun betri tími en bæði McLaren P1 og Porsche 918 Spyder bílarnir nýju ná. Hann slær þó ekki við tíma Porsche 918 Spyder á Nürburgring brautinni, en hann á að hafa verið mældur á 7:08 mínútum en 918 bílinn á enn besta tímann sem þar hefur verið náðst, eða 6:57 mínútur. Nissan GT-R Nismo hefur farið í gegnum heilmikla megrun og lést um 65 kíló og hjálpar það verulega til við þennan góða árangur. Verð á nýjum Nissan GT-R á að verða eitthvað undir 200.000 dollurum, eða um 24 milljónir króna. Hann verður frumsýndur á bílasýningunni í Los Angeles í byrjun næsta árs. Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent
Heyrst hefur að hinn 595 hestafla Nissan GT-R Nismo, sem Nissan vinnur nú að, sé ekki nema sléttar 2 sekúndur í hundraðið. Það er fáheyrt og þótt ótrúlegt megi virðast mun betri tími en bæði McLaren P1 og Porsche 918 Spyder bílarnir nýju ná. Hann slær þó ekki við tíma Porsche 918 Spyder á Nürburgring brautinni, en hann á að hafa verið mældur á 7:08 mínútum en 918 bílinn á enn besta tímann sem þar hefur verið náðst, eða 6:57 mínútur. Nissan GT-R Nismo hefur farið í gegnum heilmikla megrun og lést um 65 kíló og hjálpar það verulega til við þennan góða árangur. Verð á nýjum Nissan GT-R á að verða eitthvað undir 200.000 dollurum, eða um 24 milljónir króna. Hann verður frumsýndur á bílasýningunni í Los Angeles í byrjun næsta árs.
Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent