Músin kom fyrst fram á sjónarsviðið fyrir 85 árum síðan í stuttmyndinni Steamboat Willie, en hún var frumsýnd þann 18. nóvember 1928.
Reyndar er ósanngjarnt að minnast ekki á afmæli Mínu músar í leiðinni, en hún kom einnig fram í fyrsta sinn í fyrrnefndri teiknimynd. Það var þó Mikki sem stal sviðsljósinu og hefur verið einskonar lukkudýr Disney-samsteypunnar nánast frá byrjun.
Fræg eru ummæli grínistans sáluga, George Carlin, en hann gerði grín að fjölmiðlum fyrir að halda upp á afmæli Mikka. „Það er ekki furða að enginn taki Bandaríkjamenn alvarlega þegar þeir nota fréttatímann til að upplýsa um aldur ímyndaðs nagdýrs,“ sagði grínistinn í uppistandi frá árinu 1996.
Þá hefur kvikmyndavefur Yahoo! tekið saman 85 fyrirbæri sem rekja má til músarinnar frægu í tilefni afmælisins.