Svanasöngur Mercedes Benz SLS AMG Finnur Thorlacius skrifar 19. nóvember 2013 12:45 Mercedes Benz SLS AMG Aðeins fjórum árum eftir að Mercedes Benz SLS AMG kom á markað með sínar vængjahurðir hefur Benz ákveðið að hætta framleiðslu hans. Mercedes Benz ætlar þó að enda framleiðslu bílsins með stæl og bjóða 350 númeraða bíla sem verða sérstaklega útbúnir. Mercedes Benz SLS AMG er í raun alger ofurbíll með sína 591 hestafla 6,2 lítra V8 vél og leit er að bíl með lengra húdd en hann. Ekki liggur alveg ljóst fyrir af hverju Mercedes Benz er að hætta framleiðslu þessa flaggskips fyrirtækisins, en leitt hefur verið líkum að því að hann kosti of mikið í framleiðslu, hann mengi of mikið og standist því ekki þær mengunarkröfur sem þýskum bílaframleiðendum eru settar, eða að Mercedes Benz hagnist bara ekkert á sölu hans. Hver svo sem skýringin er munu bílaáhugamenn sakna hans, en nú er bara að drífa sig fyrir þá sem efni hafa á að krækja sér í eitt af síðustu eintökum hans. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent
Aðeins fjórum árum eftir að Mercedes Benz SLS AMG kom á markað með sínar vængjahurðir hefur Benz ákveðið að hætta framleiðslu hans. Mercedes Benz ætlar þó að enda framleiðslu bílsins með stæl og bjóða 350 númeraða bíla sem verða sérstaklega útbúnir. Mercedes Benz SLS AMG er í raun alger ofurbíll með sína 591 hestafla 6,2 lítra V8 vél og leit er að bíl með lengra húdd en hann. Ekki liggur alveg ljóst fyrir af hverju Mercedes Benz er að hætta framleiðslu þessa flaggskips fyrirtækisins, en leitt hefur verið líkum að því að hann kosti of mikið í framleiðslu, hann mengi of mikið og standist því ekki þær mengunarkröfur sem þýskum bílaframleiðendum eru settar, eða að Mercedes Benz hagnist bara ekkert á sölu hans. Hver svo sem skýringin er munu bílaáhugamenn sakna hans, en nú er bara að drífa sig fyrir þá sem efni hafa á að krækja sér í eitt af síðustu eintökum hans.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent