Daimler kaupir 12% í Beijing Automotive Finnur Thorlacius skrifar 20. nóvember 2013 16:15 Fleiri og fleiri svona merki sjást nú í Kína. Samstarf Daimler, móðurfyrirtækis Mercedes Benz, og kínverska bílaframleiðandans Beijing Automotive hefur staðið yfir í nokkurn tíma en það verður styrkt enn frekar í dag með kaupum Daimler á hlutabréfum í Beijing Automotive. Daimler fær tvö sæti í stjórn fyrirtæksins og á móti fær Beijing Automotive að smíða bíla með undirvagni frá Mercedes Benz. Í verksmiðjum BAIC, sem Beijing Automotive á 51% hlut í hafa verið framleiddar Mercedes Benz vélar og mun svo áfram verða. Búist er við því að Beijing Automotive muni brátt einnig kaupa hluti í Daimler, sem enn frekar mun treysta samstarfið á milli fyrirtækjanna. Ekki er ljóst hvað fjárfesting Daimler kostar, en ljáð er máls á því að Daimler sé að gera kostakaup. Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent
Samstarf Daimler, móðurfyrirtækis Mercedes Benz, og kínverska bílaframleiðandans Beijing Automotive hefur staðið yfir í nokkurn tíma en það verður styrkt enn frekar í dag með kaupum Daimler á hlutabréfum í Beijing Automotive. Daimler fær tvö sæti í stjórn fyrirtæksins og á móti fær Beijing Automotive að smíða bíla með undirvagni frá Mercedes Benz. Í verksmiðjum BAIC, sem Beijing Automotive á 51% hlut í hafa verið framleiddar Mercedes Benz vélar og mun svo áfram verða. Búist er við því að Beijing Automotive muni brátt einnig kaupa hluti í Daimler, sem enn frekar mun treysta samstarfið á milli fyrirtækjanna. Ekki er ljóst hvað fjárfesting Daimler kostar, en ljáð er máls á því að Daimler sé að gera kostakaup.
Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent