Christian Bale gaf Ben Affleck ráð varðandi þvaglát Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 19. nóvember 2013 16:41 Bale telur að Affleck muni standa sig með prýði í hlutverki Leðurblökumannsins. mynd/getty Breski leikarinn Christian Bale, sem er þekktastur fyrir að leika Leðurblökumanninn í þríleik Christophers Nolan um hetjuna, hefur aðeins eitt að segja við arftaka sinn í hlutverkinu, Ben Affleck. „Ég ráðlagði honum að sjá til þess að hann gæti pissað í búningnum án aðstoðar,“ sagði Bale í samtali við Access Hollywood, og bætti því við að hann hefði þurft aðstoð við að sinna kalli náttúrunnar þegar hann var kominn í búning Leðurblökumannsins og þótti honum það niðurlægjandi. Bale segist gera ráð fyrir því að Affleck muni standa sig með prýði í hlutverkinu og óskar honum alls hins besta. „Hann er þaulreyndur leikari og kvikmyndagerðarmaður. Hann mun spjara sig.“ Ben Affleck mun fara með hlutverk Blökunnar í kvikmynd Zacks Snyder, Batman vs. Superman, sem væntanleg er í kvikmyndahús árið 2015. Það hefur farið fyrir brjóstið á mörgum og skrifuðu að minnsta kosti 51 þúsund manns undir undirskriftalista á sínum tíma til þess að mótmæla vali framleiðendanna í hlutverkið. Mest lesið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Fleiri fréttir Joe Don Baker látinn Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Breski leikarinn Christian Bale, sem er þekktastur fyrir að leika Leðurblökumanninn í þríleik Christophers Nolan um hetjuna, hefur aðeins eitt að segja við arftaka sinn í hlutverkinu, Ben Affleck. „Ég ráðlagði honum að sjá til þess að hann gæti pissað í búningnum án aðstoðar,“ sagði Bale í samtali við Access Hollywood, og bætti því við að hann hefði þurft aðstoð við að sinna kalli náttúrunnar þegar hann var kominn í búning Leðurblökumannsins og þótti honum það niðurlægjandi. Bale segist gera ráð fyrir því að Affleck muni standa sig með prýði í hlutverkinu og óskar honum alls hins besta. „Hann er þaulreyndur leikari og kvikmyndagerðarmaður. Hann mun spjara sig.“ Ben Affleck mun fara með hlutverk Blökunnar í kvikmynd Zacks Snyder, Batman vs. Superman, sem væntanleg er í kvikmyndahús árið 2015. Það hefur farið fyrir brjóstið á mörgum og skrifuðu að minnsta kosti 51 þúsund manns undir undirskriftalista á sínum tíma til þess að mótmæla vali framleiðendanna í hlutverkið.
Mest lesið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Fleiri fréttir Joe Don Baker látinn Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira