Christian Bale gaf Ben Affleck ráð varðandi þvaglát Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 19. nóvember 2013 16:41 Bale telur að Affleck muni standa sig með prýði í hlutverki Leðurblökumannsins. mynd/getty Breski leikarinn Christian Bale, sem er þekktastur fyrir að leika Leðurblökumanninn í þríleik Christophers Nolan um hetjuna, hefur aðeins eitt að segja við arftaka sinn í hlutverkinu, Ben Affleck. „Ég ráðlagði honum að sjá til þess að hann gæti pissað í búningnum án aðstoðar,“ sagði Bale í samtali við Access Hollywood, og bætti því við að hann hefði þurft aðstoð við að sinna kalli náttúrunnar þegar hann var kominn í búning Leðurblökumannsins og þótti honum það niðurlægjandi. Bale segist gera ráð fyrir því að Affleck muni standa sig með prýði í hlutverkinu og óskar honum alls hins besta. „Hann er þaulreyndur leikari og kvikmyndagerðarmaður. Hann mun spjara sig.“ Ben Affleck mun fara með hlutverk Blökunnar í kvikmynd Zacks Snyder, Batman vs. Superman, sem væntanleg er í kvikmyndahús árið 2015. Það hefur farið fyrir brjóstið á mörgum og skrifuðu að minnsta kosti 51 þúsund manns undir undirskriftalista á sínum tíma til þess að mótmæla vali framleiðendanna í hlutverkið. Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Breski leikarinn Christian Bale, sem er þekktastur fyrir að leika Leðurblökumanninn í þríleik Christophers Nolan um hetjuna, hefur aðeins eitt að segja við arftaka sinn í hlutverkinu, Ben Affleck. „Ég ráðlagði honum að sjá til þess að hann gæti pissað í búningnum án aðstoðar,“ sagði Bale í samtali við Access Hollywood, og bætti því við að hann hefði þurft aðstoð við að sinna kalli náttúrunnar þegar hann var kominn í búning Leðurblökumannsins og þótti honum það niðurlægjandi. Bale segist gera ráð fyrir því að Affleck muni standa sig með prýði í hlutverkinu og óskar honum alls hins besta. „Hann er þaulreyndur leikari og kvikmyndagerðarmaður. Hann mun spjara sig.“ Ben Affleck mun fara með hlutverk Blökunnar í kvikmynd Zacks Snyder, Batman vs. Superman, sem væntanleg er í kvikmyndahús árið 2015. Það hefur farið fyrir brjóstið á mörgum og skrifuðu að minnsta kosti 51 þúsund manns undir undirskriftalista á sínum tíma til þess að mótmæla vali framleiðendanna í hlutverkið.
Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein