Fótbolti

Skólastjóri fylgist með dómaraþríeykinu

Kolbeinn Tumi Daðason í Zagreb skrifar
David Elleray.
David Elleray. Mynd/NordicPhotos/Getty
Dómaraþríeykið frá Hollandi, sem sér um að dæma viðureign Króata og Íslands í kvöld, verður undir eftirliti ensks skólastjóra.

Von er á góðri dómgæslu í leik kvöldsins en dómari er Hollendingurinn Björn Kuipers. Sá dæmdi meðal annars úrslitaleikinn í Álfukeppninni milli Brasilíu og Spánar í sumar auk úrslitaleiksins í Evrópudeildinni í vor milli Benfica og Chelsea.

Hinn góðkunni dómari David Elleray, sem dæmdi lengi vel í ensku úrvalsdeildinni, er eftirlitsmaður dómara á leiknum í kvöld. Hann mun fylgjast með ákvörðunum þeirra, punkta hjá sér og fara yfir málin með dómurunum að leik loknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×