Aukið samstarf Tesla og Daimler Finnur Thorlacius skrifar 2. nóvember 2013 09:15 Tesla og Daimler handsala samstarfið árið 2009. Árið 2009 bundust Tesla og Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz, samstarfi um þróun rafmagnsbíla og í leiðinni fjárfesti Daimler í 4,3% hlutabréfa Tesla. Ekki hafa sést gríðarmikil áhrif þessa samstarfs enn. Þó eru ýmsir íhlutir Í Tesla Model S fengnir frá Mercedes Benz og Smart ForTwo ED er með raflöður frá Tesla, en Smart fyrirtækið tilheyrir Daimler. Ennfremur er Mercedes Benz B-Class EV á leiðinni með Tesla rafhlöður. Daimler ætlar ekki að láta staðar numið þar og mun sækja mun meira í smiðju Tesla án þess að skilgreint hafi verið í hverju það nákvæmlega liggur. Elon Musk stofnandi Tesla fagnar þessu og telur að Tesla eigi Daimler greiða að gjalda frá því er fjármagn Daimler hjálpaði Tesla mjög á erfiðum tímum árið 2009. Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent
Árið 2009 bundust Tesla og Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz, samstarfi um þróun rafmagnsbíla og í leiðinni fjárfesti Daimler í 4,3% hlutabréfa Tesla. Ekki hafa sést gríðarmikil áhrif þessa samstarfs enn. Þó eru ýmsir íhlutir Í Tesla Model S fengnir frá Mercedes Benz og Smart ForTwo ED er með raflöður frá Tesla, en Smart fyrirtækið tilheyrir Daimler. Ennfremur er Mercedes Benz B-Class EV á leiðinni með Tesla rafhlöður. Daimler ætlar ekki að láta staðar numið þar og mun sækja mun meira í smiðju Tesla án þess að skilgreint hafi verið í hverju það nákvæmlega liggur. Elon Musk stofnandi Tesla fagnar þessu og telur að Tesla eigi Daimler greiða að gjalda frá því er fjármagn Daimler hjálpaði Tesla mjög á erfiðum tímum árið 2009.
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent