Mercedes Benz B-Class EV kemst 200 kílómetra á rafhleðslunni Finnur Thorlacius skrifar 3. nóvember 2013 09:30 Styttast fer í nýja útgáfu B-Class bíls Mercedes Benz, en hann er svokallaður tvinntengibíll og fær hið langa nafn Mercedes Benz B-Class Electric Drive. Rafhlöður bílsins eru nægilega stórar til að aka honum eingöngu á þeim fyrstu 200 kílómetrana. Rafhlöðurnar, sem fengnar eru frá Tesla, eru neðst í bílnum og þyngdarpunktur hans því lágur. Hann er með frísklega og hljóðláta upptöku og nær 100 km hraða á 7,9 sekúndum, en hámarkshraðinn er ekki sérlega hár, eða 160 km/klst, enda rafrænt takmarkaður. Að aftan verður bíllinn með rennihurðum og að því leiti frábrugðinn núverandi B-Class. Hann skartar einnig glerþaki. Bíllinn er 177 hestöfl og togið er 340 Nm. Engum sögum fer af verði þessa bíls en hann er væntanlegur um vor næsta árs á mjög svo samkeppnihæfu verði að sögn Mercedes Benz manna. Víst er að þessum bíl verður ætlað að keppa við BMW i3 rafmagnsbílinn og verður vafalaust nokkru ódýrari. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent
Styttast fer í nýja útgáfu B-Class bíls Mercedes Benz, en hann er svokallaður tvinntengibíll og fær hið langa nafn Mercedes Benz B-Class Electric Drive. Rafhlöður bílsins eru nægilega stórar til að aka honum eingöngu á þeim fyrstu 200 kílómetrana. Rafhlöðurnar, sem fengnar eru frá Tesla, eru neðst í bílnum og þyngdarpunktur hans því lágur. Hann er með frísklega og hljóðláta upptöku og nær 100 km hraða á 7,9 sekúndum, en hámarkshraðinn er ekki sérlega hár, eða 160 km/klst, enda rafrænt takmarkaður. Að aftan verður bíllinn með rennihurðum og að því leiti frábrugðinn núverandi B-Class. Hann skartar einnig glerþaki. Bíllinn er 177 hestöfl og togið er 340 Nm. Engum sögum fer af verði þessa bíls en hann er væntanlegur um vor næsta árs á mjög svo samkeppnihæfu verði að sögn Mercedes Benz manna. Víst er að þessum bíl verður ætlað að keppa við BMW i3 rafmagnsbílinn og verður vafalaust nokkru ódýrari.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent