3% færri fólksbílar seldir Finnur Thorlacius skrifar 1. nóvember 2013 15:15 Bílafloti landsmanna eldist hratt og salan er lítil. Sala á nýjum fólksbílum frá 1. janúar –31 október sl. hefur dregist saman um 3% miðað við sama tímabil árið 2012 en fjöldi nýskráðra fólksbíla á þessu tímabili eru 6685 bílar. Er það fækkun í nýskráningum um 205 bíla miðað við sama tímabil árið 2012 eða samdráttur um 3%. Frá 1.október til 31 október sl. voru nýskráðir 467 fólksbílar og er það fækkun um 52 bíla, eða 10% miðað við sama mánuð árið 2012. Frá ágúst sl. hefur dregið jafnt og þétt úr sölu nýrra bíla. Eru það vonbrigði þar sem flestir töldu sig sjá jákvæð teikn á lofti sem því miður hefur ekki reynst rétt. Endurnýjunarþörfin á bílaflota landsmanna er mikil enda meðalaldur bíla sá elsti hér á landi ef tekið er mið af öðrum Evrópulöndum. Ekki er það eftirsóknarvert sæti í ljósi öryggis og mengunar segir Özur Lárusson framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins. Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent
Sala á nýjum fólksbílum frá 1. janúar –31 október sl. hefur dregist saman um 3% miðað við sama tímabil árið 2012 en fjöldi nýskráðra fólksbíla á þessu tímabili eru 6685 bílar. Er það fækkun í nýskráningum um 205 bíla miðað við sama tímabil árið 2012 eða samdráttur um 3%. Frá 1.október til 31 október sl. voru nýskráðir 467 fólksbílar og er það fækkun um 52 bíla, eða 10% miðað við sama mánuð árið 2012. Frá ágúst sl. hefur dregið jafnt og þétt úr sölu nýrra bíla. Eru það vonbrigði þar sem flestir töldu sig sjá jákvæð teikn á lofti sem því miður hefur ekki reynst rétt. Endurnýjunarþörfin á bílaflota landsmanna er mikil enda meðalaldur bíla sá elsti hér á landi ef tekið er mið af öðrum Evrópulöndum. Ekki er það eftirsóknarvert sæti í ljósi öryggis og mengunar segir Özur Lárusson framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins.
Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent