3% færri fólksbílar seldir Finnur Thorlacius skrifar 1. nóvember 2013 15:15 Bílafloti landsmanna eldist hratt og salan er lítil. Sala á nýjum fólksbílum frá 1. janúar –31 október sl. hefur dregist saman um 3% miðað við sama tímabil árið 2012 en fjöldi nýskráðra fólksbíla á þessu tímabili eru 6685 bílar. Er það fækkun í nýskráningum um 205 bíla miðað við sama tímabil árið 2012 eða samdráttur um 3%. Frá 1.október til 31 október sl. voru nýskráðir 467 fólksbílar og er það fækkun um 52 bíla, eða 10% miðað við sama mánuð árið 2012. Frá ágúst sl. hefur dregið jafnt og þétt úr sölu nýrra bíla. Eru það vonbrigði þar sem flestir töldu sig sjá jákvæð teikn á lofti sem því miður hefur ekki reynst rétt. Endurnýjunarþörfin á bílaflota landsmanna er mikil enda meðalaldur bíla sá elsti hér á landi ef tekið er mið af öðrum Evrópulöndum. Ekki er það eftirsóknarvert sæti í ljósi öryggis og mengunar segir Özur Lárusson framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins. Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Innlent
Sala á nýjum fólksbílum frá 1. janúar –31 október sl. hefur dregist saman um 3% miðað við sama tímabil árið 2012 en fjöldi nýskráðra fólksbíla á þessu tímabili eru 6685 bílar. Er það fækkun í nýskráningum um 205 bíla miðað við sama tímabil árið 2012 eða samdráttur um 3%. Frá 1.október til 31 október sl. voru nýskráðir 467 fólksbílar og er það fækkun um 52 bíla, eða 10% miðað við sama mánuð árið 2012. Frá ágúst sl. hefur dregið jafnt og þétt úr sölu nýrra bíla. Eru það vonbrigði þar sem flestir töldu sig sjá jákvæð teikn á lofti sem því miður hefur ekki reynst rétt. Endurnýjunarþörfin á bílaflota landsmanna er mikil enda meðalaldur bíla sá elsti hér á landi ef tekið er mið af öðrum Evrópulöndum. Ekki er það eftirsóknarvert sæti í ljósi öryggis og mengunar segir Özur Lárusson framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins.
Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Innlent