Smáir bílar fyrir stóra framtíð Finnur Thorlacius skrifar 5. nóvember 2013 11:45 Smábílarnir fjórir. Suzuki er hvað þekktast fyrir smíði smærri bíla og ætlar greinilega ekki að víkja af leið, enda gengur þeim ágætlega nú. Síðar í þessum mánuði mun Suzuki sýna eina fjóra hugmyndabíla á bílasýningunni í Tokyo og víst er að þeim er ekki ætlað að slá í gegn í landi hinna stóru bíla í Bandaríkjunum. Bílarnir heita Crosshiker, X-Lander og hinu umdeilanlega nafni Hustler og Hustler Coupe. Crosshiker er smár jepplingur sem vegur aðeins 810 kíló og er með 1,0 lítra þriggja strokka vél. Bíllinn á að höfða til þeirra sem bæði setja umhverfissjónarmið á oddinn og kjósa spennu. X-Lander er byggður á Jimny bíl Suzuki, en verður tvinnbíll með 1,3 lítra vél og fjórhjóladrifinn. Hann er bæði ætlaður sem lipur borgarbíll en fær um að fara ótroðnar slóðir, enda bíllinn með ágæta veghæð. Hustler og Hustler Coupe er rúmgóðir strumpastrætóar, rúmgóðir að innan en samt nettir að utan. Eins og dótabíll í útliti en með góða veghæð. Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent
Suzuki er hvað þekktast fyrir smíði smærri bíla og ætlar greinilega ekki að víkja af leið, enda gengur þeim ágætlega nú. Síðar í þessum mánuði mun Suzuki sýna eina fjóra hugmyndabíla á bílasýningunni í Tokyo og víst er að þeim er ekki ætlað að slá í gegn í landi hinna stóru bíla í Bandaríkjunum. Bílarnir heita Crosshiker, X-Lander og hinu umdeilanlega nafni Hustler og Hustler Coupe. Crosshiker er smár jepplingur sem vegur aðeins 810 kíló og er með 1,0 lítra þriggja strokka vél. Bíllinn á að höfða til þeirra sem bæði setja umhverfissjónarmið á oddinn og kjósa spennu. X-Lander er byggður á Jimny bíl Suzuki, en verður tvinnbíll með 1,3 lítra vél og fjórhjóladrifinn. Hann er bæði ætlaður sem lipur borgarbíll en fær um að fara ótroðnar slóðir, enda bíllinn með ágæta veghæð. Hustler og Hustler Coupe er rúmgóðir strumpastrætóar, rúmgóðir að innan en samt nettir að utan. Eins og dótabíll í útliti en með góða veghæð.
Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent