Smáir bílar fyrir stóra framtíð Finnur Thorlacius skrifar 5. nóvember 2013 11:45 Smábílarnir fjórir. Suzuki er hvað þekktast fyrir smíði smærri bíla og ætlar greinilega ekki að víkja af leið, enda gengur þeim ágætlega nú. Síðar í þessum mánuði mun Suzuki sýna eina fjóra hugmyndabíla á bílasýningunni í Tokyo og víst er að þeim er ekki ætlað að slá í gegn í landi hinna stóru bíla í Bandaríkjunum. Bílarnir heita Crosshiker, X-Lander og hinu umdeilanlega nafni Hustler og Hustler Coupe. Crosshiker er smár jepplingur sem vegur aðeins 810 kíló og er með 1,0 lítra þriggja strokka vél. Bíllinn á að höfða til þeirra sem bæði setja umhverfissjónarmið á oddinn og kjósa spennu. X-Lander er byggður á Jimny bíl Suzuki, en verður tvinnbíll með 1,3 lítra vél og fjórhjóladrifinn. Hann er bæði ætlaður sem lipur borgarbíll en fær um að fara ótroðnar slóðir, enda bíllinn með ágæta veghæð. Hustler og Hustler Coupe er rúmgóðir strumpastrætóar, rúmgóðir að innan en samt nettir að utan. Eins og dótabíll í útliti en með góða veghæð. Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent
Suzuki er hvað þekktast fyrir smíði smærri bíla og ætlar greinilega ekki að víkja af leið, enda gengur þeim ágætlega nú. Síðar í þessum mánuði mun Suzuki sýna eina fjóra hugmyndabíla á bílasýningunni í Tokyo og víst er að þeim er ekki ætlað að slá í gegn í landi hinna stóru bíla í Bandaríkjunum. Bílarnir heita Crosshiker, X-Lander og hinu umdeilanlega nafni Hustler og Hustler Coupe. Crosshiker er smár jepplingur sem vegur aðeins 810 kíló og er með 1,0 lítra þriggja strokka vél. Bíllinn á að höfða til þeirra sem bæði setja umhverfissjónarmið á oddinn og kjósa spennu. X-Lander er byggður á Jimny bíl Suzuki, en verður tvinnbíll með 1,3 lítra vél og fjórhjóladrifinn. Hann er bæði ætlaður sem lipur borgarbíll en fær um að fara ótroðnar slóðir, enda bíllinn með ágæta veghæð. Hustler og Hustler Coupe er rúmgóðir strumpastrætóar, rúmgóðir að innan en samt nettir að utan. Eins og dótabíll í útliti en með góða veghæð.
Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent