„Nei er ekki nokkuð svar“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 5. nóvember 2013 20:48 Jakob Frímann Magnússon, stjórnarformaður STEF, segir samtökin ekki una því að höfundar fái ekki greitt fyrir spilun á síðunni. Myndbandaveitan Youtube hafnaði ósk STEF (Sambandi tónskálda og eigenda flutningsréttar) um greiðslur á höfundarréttargreiðslum í fyrra og sögðu að ekki væri nægileg forsenda til að semja við samtökin. Fjallað var um myndbandaveituna á Vísi í gær, en óvíst er að tónlistarkonan Sóley Stefánsdóttir fái nokkuð greitt fyrir myndband við lag sitt Pretty Face, sem spilað hefur verið rúmlega 14 milljón sinnum á síðunni. „En nei er ekki nokkuð svar,“ segir Jakob Frímann Magnússon, stjórnarformaður STEF, sem segir samtökin ekki una því að höfundar fái ekki greitt fyrir spilun á síðunni. „Í fyrstu atrennu höfnuðu þeir erindi okkar en við erum að taka upp viðræður við þá að nýju.“ Um mál Sóleyjar segir Jakob að þýskur útgefandi sjái um hennar mál og hann hljóti að vera á höttunum eftir greiðslu fyrir afnot af tónlistinni, en hvorki Sóley né útgefandi hennar setti myndbandið inn á vefinn. „Það er tiltölulega einfalt mál að afturkalla það sem fer ólöglega inn á Youtube. Þá er það blokkerað eða tekið út af miðlinum. En þetta er tvíbent ef svo má segja. Það fylgja því ákveðnir kostir að vera sýnilegur í stórum mæli á Youtube, en auðvitað er það óviðunandi að miðill sem aflar umtalsverðra tekna af auglýsingasölu skuli þráast við að semja við listamenn og þeirra fulltrúa. Því er þessi viðvarandi núningur á milli listamanna og Google, sem á Youtube og stýrir þessari traffík að stórum hluta.“Að hluta til lögleg Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEF, segir Youtube að hluta til löglega tónlistarveitu en enn vanti upp á samninga við ýmsa aðila til að hún geti kallast algjörlega lögleg. „Þeir eru nú þegar með samninga við marga útgefendur, einstaka höfunda og flytjendur sem setja sjálfir sitt efni þarna inn. Þeir eru nýbúnir að ljúka mjög erfiðri samningalotu sem stóð yfir í tvö og hálft ár við systursamtök okkar á Norðurlöndunum. Hins vegar hafa þeir ekki enn samið við okkur á Íslandi, en slíkar viðræður eru í gangi.“ Í tilfelli Sóleyjar segir Guðrún að hennar útgefandi geti óskað eftir því að fá tekjur af myndbandinu, en til þess verði að samþykkja um leið að einhverjar auglýsingar verði tengdar því. „Ég held að Youtube sé komið til að vera og að það sé betra fyrir höfunda að fá lítið greitt heldur en ekkert af því sem fram fer þar.“ Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Myndbandaveitan Youtube hafnaði ósk STEF (Sambandi tónskálda og eigenda flutningsréttar) um greiðslur á höfundarréttargreiðslum í fyrra og sögðu að ekki væri nægileg forsenda til að semja við samtökin. Fjallað var um myndbandaveituna á Vísi í gær, en óvíst er að tónlistarkonan Sóley Stefánsdóttir fái nokkuð greitt fyrir myndband við lag sitt Pretty Face, sem spilað hefur verið rúmlega 14 milljón sinnum á síðunni. „En nei er ekki nokkuð svar,“ segir Jakob Frímann Magnússon, stjórnarformaður STEF, sem segir samtökin ekki una því að höfundar fái ekki greitt fyrir spilun á síðunni. „Í fyrstu atrennu höfnuðu þeir erindi okkar en við erum að taka upp viðræður við þá að nýju.“ Um mál Sóleyjar segir Jakob að þýskur útgefandi sjái um hennar mál og hann hljóti að vera á höttunum eftir greiðslu fyrir afnot af tónlistinni, en hvorki Sóley né útgefandi hennar setti myndbandið inn á vefinn. „Það er tiltölulega einfalt mál að afturkalla það sem fer ólöglega inn á Youtube. Þá er það blokkerað eða tekið út af miðlinum. En þetta er tvíbent ef svo má segja. Það fylgja því ákveðnir kostir að vera sýnilegur í stórum mæli á Youtube, en auðvitað er það óviðunandi að miðill sem aflar umtalsverðra tekna af auglýsingasölu skuli þráast við að semja við listamenn og þeirra fulltrúa. Því er þessi viðvarandi núningur á milli listamanna og Google, sem á Youtube og stýrir þessari traffík að stórum hluta.“Að hluta til lögleg Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEF, segir Youtube að hluta til löglega tónlistarveitu en enn vanti upp á samninga við ýmsa aðila til að hún geti kallast algjörlega lögleg. „Þeir eru nú þegar með samninga við marga útgefendur, einstaka höfunda og flytjendur sem setja sjálfir sitt efni þarna inn. Þeir eru nýbúnir að ljúka mjög erfiðri samningalotu sem stóð yfir í tvö og hálft ár við systursamtök okkar á Norðurlöndunum. Hins vegar hafa þeir ekki enn samið við okkur á Íslandi, en slíkar viðræður eru í gangi.“ Í tilfelli Sóleyjar segir Guðrún að hennar útgefandi geti óskað eftir því að fá tekjur af myndbandinu, en til þess verði að samþykkja um leið að einhverjar auglýsingar verði tengdar því. „Ég held að Youtube sé komið til að vera og að það sé betra fyrir höfunda að fá lítið greitt heldur en ekkert af því sem fram fer þar.“
Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira