Hvernig má sleppa lifandi úr þessu? Finnur Thorlacius skrifar 7. nóvember 2013 08:45 Undir álagi....eða álögum! Telja má með nokkrum ólíkindum hvernig farþegar í þessum vel kramda bíl héldu lífi eftir að gámur hafði fallið á hann og kramið hann í pönnuköku í borginni Quanzhou í Kína. Tveir farþegar voru í bílnum og sluppu þeir báðir með minnháttar meiðsl. Ef til vill má þakka það hversu neðarlega er setið í Audi S5 sportbílnum, en það var bíllinn sem fékk að kenna á þyngd gámsins. Einnig gæti það hafa hjálpað að Kínverjar eru almennt lágvaxnari en Evrópubúar. Svo má spyrja af hverju geta gámar geta ekki fallið á ljóta, gamla og ódýra bíla, en ekki gullfallega eðalvagna? Svona bíll er langt frá því ódýr og afar kraftmikill bíll þar á ferð. Ólíklegt er að þessu eintaki verður ekið mikið aftur. Á myndinni að dæma hefur fall gámsins þó útfært hann með vængjahurðum í stað hefbundinna hurða og frá því verður kannski lagt við endurbætur á honum! Flottar vængjahurðir! Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent
Telja má með nokkrum ólíkindum hvernig farþegar í þessum vel kramda bíl héldu lífi eftir að gámur hafði fallið á hann og kramið hann í pönnuköku í borginni Quanzhou í Kína. Tveir farþegar voru í bílnum og sluppu þeir báðir með minnháttar meiðsl. Ef til vill má þakka það hversu neðarlega er setið í Audi S5 sportbílnum, en það var bíllinn sem fékk að kenna á þyngd gámsins. Einnig gæti það hafa hjálpað að Kínverjar eru almennt lágvaxnari en Evrópubúar. Svo má spyrja af hverju geta gámar geta ekki fallið á ljóta, gamla og ódýra bíla, en ekki gullfallega eðalvagna? Svona bíll er langt frá því ódýr og afar kraftmikill bíll þar á ferð. Ólíklegt er að þessu eintaki verður ekið mikið aftur. Á myndinni að dæma hefur fall gámsins þó útfært hann með vængjahurðum í stað hefbundinna hurða og frá því verður kannski lagt við endurbætur á honum! Flottar vængjahurðir!
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent