Fricke ánægður með Iceland Airwaves Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 8. nóvember 2013 14:55 Fricke er fastagestur á Iceland Airwaves. David Fricke, einn af ritstjórum tónlistartímaritsins Rolling Stone, fjallar um nýafstaðna Iceland Airwaves-hátíð í vefútgáfu blaðsins. Fricke er fastagestur á hátíðinni og segir þann fyrsta sem hann hafi rekist á þegar hann gekk niður Laugaveginn hafa verið Jónsa í Sigur Rós, sem stillti sér með glöðu geði upp á ljósmynd með aðdáendum frá Bandaríkjunum og Suður Kóreu sem áttu leið hjá. Þá segir Fricke Björk Guðmundsdóttur hafa verið fastagest á dansgólfum hátíðarinnar, þá sérstaklega á tónleikum Omars Souleyman og Ghostigital, hljómsveit Einars Arnar Benediktssonar. Fricke tekur það síðan sérstaklega fram að Björk hafi keypt Airwaves-armbandið sitt sjálf. Tónleikar þýsku sveitarinnar Kraftwerk heilluðu ritstjórann og segist hann hafa sérstaklega tekið eftir því á tónleikunum að forsprakkinn, Ralf Hütter, væri í raun á fullu að spila, en áður hafði hann haldið að tónleikarnir væru nánast settir í gang með því að þrýsta á hnapp. Af íslensku tónlistarmönnunum nefnir Fricke hljómsveitina Grísalappalísu, sem hann segir mögulega eiga eftir að slá í gegn. Hann var hrifinn af fyrrnefndri Ghostigital, sem hann segist varla getað ímyndað sér Airwaves-hátíð án. Þá var hann ánægður með tónleika Amiinu, sem hann segir hafa verið eins og frískandi hafgolu. Fricke virðist þó eitthvað hafa ruglast á nafni hljómsveitarinnar Strigaskór nr. 42. Í greininni kallar Fricke sveitina Armadillo, en það er einmitt nafn nýjustu plötu sveitarinnar. Trommuleikari sveitarinnar vakti sérstaka athygli Fricke, og líkir hann honum við Tommy Ramone úr Ramones og Lars Ulrich úr Metallica. Ekki amalegt það. Grein Fricke má lesa í heild sinni hér. Mest lesið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
David Fricke, einn af ritstjórum tónlistartímaritsins Rolling Stone, fjallar um nýafstaðna Iceland Airwaves-hátíð í vefútgáfu blaðsins. Fricke er fastagestur á hátíðinni og segir þann fyrsta sem hann hafi rekist á þegar hann gekk niður Laugaveginn hafa verið Jónsa í Sigur Rós, sem stillti sér með glöðu geði upp á ljósmynd með aðdáendum frá Bandaríkjunum og Suður Kóreu sem áttu leið hjá. Þá segir Fricke Björk Guðmundsdóttur hafa verið fastagest á dansgólfum hátíðarinnar, þá sérstaklega á tónleikum Omars Souleyman og Ghostigital, hljómsveit Einars Arnar Benediktssonar. Fricke tekur það síðan sérstaklega fram að Björk hafi keypt Airwaves-armbandið sitt sjálf. Tónleikar þýsku sveitarinnar Kraftwerk heilluðu ritstjórann og segist hann hafa sérstaklega tekið eftir því á tónleikunum að forsprakkinn, Ralf Hütter, væri í raun á fullu að spila, en áður hafði hann haldið að tónleikarnir væru nánast settir í gang með því að þrýsta á hnapp. Af íslensku tónlistarmönnunum nefnir Fricke hljómsveitina Grísalappalísu, sem hann segir mögulega eiga eftir að slá í gegn. Hann var hrifinn af fyrrnefndri Ghostigital, sem hann segist varla getað ímyndað sér Airwaves-hátíð án. Þá var hann ánægður með tónleika Amiinu, sem hann segir hafa verið eins og frískandi hafgolu. Fricke virðist þó eitthvað hafa ruglast á nafni hljómsveitarinnar Strigaskór nr. 42. Í greininni kallar Fricke sveitina Armadillo, en það er einmitt nafn nýjustu plötu sveitarinnar. Trommuleikari sveitarinnar vakti sérstaka athygli Fricke, og líkir hann honum við Tommy Ramone úr Ramones og Lars Ulrich úr Metallica. Ekki amalegt það. Grein Fricke má lesa í heild sinni hér.
Mest lesið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira