Fricke ánægður með Iceland Airwaves Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 8. nóvember 2013 14:55 Fricke er fastagestur á Iceland Airwaves. David Fricke, einn af ritstjórum tónlistartímaritsins Rolling Stone, fjallar um nýafstaðna Iceland Airwaves-hátíð í vefútgáfu blaðsins. Fricke er fastagestur á hátíðinni og segir þann fyrsta sem hann hafi rekist á þegar hann gekk niður Laugaveginn hafa verið Jónsa í Sigur Rós, sem stillti sér með glöðu geði upp á ljósmynd með aðdáendum frá Bandaríkjunum og Suður Kóreu sem áttu leið hjá. Þá segir Fricke Björk Guðmundsdóttur hafa verið fastagest á dansgólfum hátíðarinnar, þá sérstaklega á tónleikum Omars Souleyman og Ghostigital, hljómsveit Einars Arnar Benediktssonar. Fricke tekur það síðan sérstaklega fram að Björk hafi keypt Airwaves-armbandið sitt sjálf. Tónleikar þýsku sveitarinnar Kraftwerk heilluðu ritstjórann og segist hann hafa sérstaklega tekið eftir því á tónleikunum að forsprakkinn, Ralf Hütter, væri í raun á fullu að spila, en áður hafði hann haldið að tónleikarnir væru nánast settir í gang með því að þrýsta á hnapp. Af íslensku tónlistarmönnunum nefnir Fricke hljómsveitina Grísalappalísu, sem hann segir mögulega eiga eftir að slá í gegn. Hann var hrifinn af fyrrnefndri Ghostigital, sem hann segist varla getað ímyndað sér Airwaves-hátíð án. Þá var hann ánægður með tónleika Amiinu, sem hann segir hafa verið eins og frískandi hafgolu. Fricke virðist þó eitthvað hafa ruglast á nafni hljómsveitarinnar Strigaskór nr. 42. Í greininni kallar Fricke sveitina Armadillo, en það er einmitt nafn nýjustu plötu sveitarinnar. Trommuleikari sveitarinnar vakti sérstaka athygli Fricke, og líkir hann honum við Tommy Ramone úr Ramones og Lars Ulrich úr Metallica. Ekki amalegt það. Grein Fricke má lesa í heild sinni hér. Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
David Fricke, einn af ritstjórum tónlistartímaritsins Rolling Stone, fjallar um nýafstaðna Iceland Airwaves-hátíð í vefútgáfu blaðsins. Fricke er fastagestur á hátíðinni og segir þann fyrsta sem hann hafi rekist á þegar hann gekk niður Laugaveginn hafa verið Jónsa í Sigur Rós, sem stillti sér með glöðu geði upp á ljósmynd með aðdáendum frá Bandaríkjunum og Suður Kóreu sem áttu leið hjá. Þá segir Fricke Björk Guðmundsdóttur hafa verið fastagest á dansgólfum hátíðarinnar, þá sérstaklega á tónleikum Omars Souleyman og Ghostigital, hljómsveit Einars Arnar Benediktssonar. Fricke tekur það síðan sérstaklega fram að Björk hafi keypt Airwaves-armbandið sitt sjálf. Tónleikar þýsku sveitarinnar Kraftwerk heilluðu ritstjórann og segist hann hafa sérstaklega tekið eftir því á tónleikunum að forsprakkinn, Ralf Hütter, væri í raun á fullu að spila, en áður hafði hann haldið að tónleikarnir væru nánast settir í gang með því að þrýsta á hnapp. Af íslensku tónlistarmönnunum nefnir Fricke hljómsveitina Grísalappalísu, sem hann segir mögulega eiga eftir að slá í gegn. Hann var hrifinn af fyrrnefndri Ghostigital, sem hann segist varla getað ímyndað sér Airwaves-hátíð án. Þá var hann ánægður með tónleika Amiinu, sem hann segir hafa verið eins og frískandi hafgolu. Fricke virðist þó eitthvað hafa ruglast á nafni hljómsveitarinnar Strigaskór nr. 42. Í greininni kallar Fricke sveitina Armadillo, en það er einmitt nafn nýjustu plötu sveitarinnar. Trommuleikari sveitarinnar vakti sérstaka athygli Fricke, og líkir hann honum við Tommy Ramone úr Ramones og Lars Ulrich úr Metallica. Ekki amalegt það. Grein Fricke má lesa í heild sinni hér.
Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp