Viðskipti erlent

Facebook breytir ,Like' takkanum

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Takkinn hefur sýnt þumalputta sem snýr upp í loftið en mun verða blár með stafnum F (fyrir Facebook).
Takkinn hefur sýnt þumalputta sem snýr upp í loftið en mun verða blár með stafnum F (fyrir Facebook).
,Like‘ takkinn á Facebook sem birtist daglega á yfir 7,5 milljónum vefsíða um allan heim mun taka breytingum á næstunni. Hann hefur verið eins síðan árið 2010 en fer núna í gegnum sína fyrstu útlitsbreytingu.

Takkinn hefur sýnt þumalputta sem snýr upp í loftið en mun verða blár með stafnum F (fyrir Facebook). Þumallinn hverfur þó ekki alveg en hann mun birtast fyrir ofan bláa takkann þar sem hægt er að sjá hversu margir hafa „lækað“.

Einnig er búið að breyta á ,share‘ takkanum og getur fólk búist við því að verða vart við þessar breytingar fljótlega. Like og Share takkarnir birtast yfir milljarð sinnum á dag á þeim 7,5 milljónum síðum sem þeir eru á.

Upplýsingar fengnar af vefsíðum Gizmodo og Mashable.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×