Ótrúlegar viðtökur QuizUp í Bandaríkjunum Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 9. nóvember 2013 17:57 Þorsteinn mætti í dag á svokallað hraðstefnumót í Háskóla Íslands þar sem hann ræddi við nýja frumkvöðla. QuizUp er nú í þriðja sæti yfir vinsælustu öpp í Bandaríkjunum og í öðru sæti yfir mest sóttu leiki þar í landi. Viðtökur Bandaríkjamanna virðast vera alveg ótrúlegar. Á App Store er leikurinn með fullt hús stiga og margar góðar umsagnir. „Bravo Plain Vanilla!“, „Sooo good“, This is the best quiz app ever. It has endless categories and very easy an good!“ sem þýðir á íslensku: Þetta er besta spurningaappið sem til er með endlaust af flokkum og er eintfalt í notkun.Leikurinn kom út á App Store í fyrradag. QuizUp er spurningaleikur fyrir snjallsíma og er hann sá stærsti sinnar tegundar í heiminum. Í leiknum eru 150 þúsund spurningar í hátt í 300 flokkum. Hann er enn sem komið er aðeins fáanlegur fyrir iPhone og iPad en er væntanlegur á Android tæki fljótlega. Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi og forstjóri Plain Vanilla sem þróaði leikinn segir að leikurinn hafi farið á flug án þess að þeir hafi enn sem komið er þurft að auglýsa leikinn nokkuð að ráði. Hann segir að slíkt sé afar sjaldgæft en app markaðurinn Í Bandaríkjunum sé af mörgum talinn harðasti samkeppnismarkaður í heimi þar sem um eitt þúsund ný forrit koma inn daglega. „Það er ótrúlegt að app sem byggigr ekki á neinum þekktum vörumerkjum skuli ná svona langt á jafn stuttum tíma.“ Þegar fréttastofa náði tali af Þorsteini var hann að koma af því sem hann segir að kalla megi hraðstefnumót fyrir frumkvöðla. Stefnumótið var haldið í Háskóla Íslands fyrir tilstilli Landsbankans. Þar gátu nýir frumkvöðlar fengið ráð hjá þeim sem eldri eru og reyndari. Leikjavísir Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
QuizUp er nú í þriðja sæti yfir vinsælustu öpp í Bandaríkjunum og í öðru sæti yfir mest sóttu leiki þar í landi. Viðtökur Bandaríkjamanna virðast vera alveg ótrúlegar. Á App Store er leikurinn með fullt hús stiga og margar góðar umsagnir. „Bravo Plain Vanilla!“, „Sooo good“, This is the best quiz app ever. It has endless categories and very easy an good!“ sem þýðir á íslensku: Þetta er besta spurningaappið sem til er með endlaust af flokkum og er eintfalt í notkun.Leikurinn kom út á App Store í fyrradag. QuizUp er spurningaleikur fyrir snjallsíma og er hann sá stærsti sinnar tegundar í heiminum. Í leiknum eru 150 þúsund spurningar í hátt í 300 flokkum. Hann er enn sem komið er aðeins fáanlegur fyrir iPhone og iPad en er væntanlegur á Android tæki fljótlega. Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi og forstjóri Plain Vanilla sem þróaði leikinn segir að leikurinn hafi farið á flug án þess að þeir hafi enn sem komið er þurft að auglýsa leikinn nokkuð að ráði. Hann segir að slíkt sé afar sjaldgæft en app markaðurinn Í Bandaríkjunum sé af mörgum talinn harðasti samkeppnismarkaður í heimi þar sem um eitt þúsund ný forrit koma inn daglega. „Það er ótrúlegt að app sem byggigr ekki á neinum þekktum vörumerkjum skuli ná svona langt á jafn stuttum tíma.“ Þegar fréttastofa náði tali af Þorsteini var hann að koma af því sem hann segir að kalla megi hraðstefnumót fyrir frumkvöðla. Stefnumótið var haldið í Háskóla Íslands fyrir tilstilli Landsbankans. Þar gátu nýir frumkvöðlar fengið ráð hjá þeim sem eldri eru og reyndari.
Leikjavísir Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira