Iceland Airwaves: Mammút – Breyttu gólfklappi í dynjandi lófatak Orri Freyr Rúnarsson skrifar 31. október 2013 14:46 Frá Iceland Airwaves í Hörpu í gær. Mynd/Arnþór Fullt var útúr dyrum þegar að Mammút steig á svið í Norðurljósasal Hörpu. Hljómsveitin hefur verið reglulegur gestur á hátíðinni allt frá því að hún sigraði Músíktilraunir árið 2004. Í kvöld höfðu meðlimir Mammút ríka ástæðu til að fagna en fyrir tæpri viku síðan leit platan Komdu til mín svarta systir dagsins ljós en platan er þeirra fyrsta í heil fimm ár. Af spilamennskunni að dæma var þó ekki að sjá að þetta væru aðeins aðrir tónleikar Mammút eftir að platan kom út. Hljómsveitin er orðin að einhverju miklu meira en vel smurðri vél en eflaust mætti líkja tengslum hljómsveitarmeðlima við óvenju hæfileikaríkan systkinahóp. Sérstakt hrós verður að gefa söngkonu sveitarinnar, Kötu Mogensen, en sviðsframkoma hennar og söngur var í hæsta gæðaflokki. Einungis nýtt efni var flutt á tónleikunum en nýju lögin eru gríðarsterk og virtust leggjast vel í áhorfendur en þegar þarna var komið við sögu hafði kurteisislega gólfklappið sem einkennt hafði salinn fyrr um kvöldið breyst í dynjandi lófatak, hróp og skræki. Þekktustu lög nýju plötunnar, Salt og Blóðberg, voru á meðal fyrstu laga sveitarinnar að þessu sinni og varð það mögulega til þess að ákveðin stíganda vantaði í tónleikana, en ljóst er að hljómsveitin er prufa sig áfram með uppruðun laga á tónleikum.Hljómsveitin Mammút.Mynd/Stefán Gagnrýni Mest lesið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Fleiri fréttir Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Fullt var útúr dyrum þegar að Mammút steig á svið í Norðurljósasal Hörpu. Hljómsveitin hefur verið reglulegur gestur á hátíðinni allt frá því að hún sigraði Músíktilraunir árið 2004. Í kvöld höfðu meðlimir Mammút ríka ástæðu til að fagna en fyrir tæpri viku síðan leit platan Komdu til mín svarta systir dagsins ljós en platan er þeirra fyrsta í heil fimm ár. Af spilamennskunni að dæma var þó ekki að sjá að þetta væru aðeins aðrir tónleikar Mammút eftir að platan kom út. Hljómsveitin er orðin að einhverju miklu meira en vel smurðri vél en eflaust mætti líkja tengslum hljómsveitarmeðlima við óvenju hæfileikaríkan systkinahóp. Sérstakt hrós verður að gefa söngkonu sveitarinnar, Kötu Mogensen, en sviðsframkoma hennar og söngur var í hæsta gæðaflokki. Einungis nýtt efni var flutt á tónleikunum en nýju lögin eru gríðarsterk og virtust leggjast vel í áhorfendur en þegar þarna var komið við sögu hafði kurteisislega gólfklappið sem einkennt hafði salinn fyrr um kvöldið breyst í dynjandi lófatak, hróp og skræki. Þekktustu lög nýju plötunnar, Salt og Blóðberg, voru á meðal fyrstu laga sveitarinnar að þessu sinni og varð það mögulega til þess að ákveðin stíganda vantaði í tónleikana, en ljóst er að hljómsveitin er prufa sig áfram með uppruðun laga á tónleikum.Hljómsveitin Mammút.Mynd/Stefán
Gagnrýni Mest lesið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Fleiri fréttir Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira