„Hversu léleg getur mynd verið til að menn nenni ekki einu sinni að stela henni?“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 21. október 2013 10:38 Kristinn Hrafnsson segir myndina fara frjálslega með staðreyndir af handritinu að dæma. The Fifth Estate, eða Wikileaks-myndin svokallaða, var frumsýnd í Bandaríkjunum um helgina og gekk miðasalan hörmulega að sögn erlendra fjölmiðla. Þeir segja opnunina þá verstu á árinu yfir kvikmyndir sem frumsýndar eru á 1500 tjöldum eða fleiri í Bandaríkjunum. Myndin halaði inn 1,7 milljónir dala, en það jafngildir um 200 milljónum króna. Framleiðslukostnaður myndarinnar er sagður hafa verið hátt í 30 milljónir dala (um 3,6 milljarðar króna) og því er ljóst að myndin á langt í land með að koma út á sléttu. „Það kemur mér ekkert á óvart að myndin fái hrikalega útreið,“ segir Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks. „Miðað við það handrit sem ég las þá er hún hörmung. Bæði staðreyndalega röng og skaðvænleg gagnvart okkar málstað.“ Framleiðendur myndarinnar vildu ekki afhenda sýningareintak af henni til Wikileaks en af handritinu að dæma segir Kristinn myndina fara frjálslega með staðreyndir. „ Þarna er verið að enduróma áróðurslínuna frá bandarískum stjórnvöldum um meinta skaðsemi vegna okkar uppljóstrana og birtinga sem enginn fótur er fyrir og var ekki einu sinni hægt að halda fram í réttarhöldunum gegn Chelsea Manning.“Ætlar ekki á myndina í bíó Kristinn segist telja að ekki sé áhugaskorti almennings á Wikileaks um að kenna. „Wikileaks er ekki óáhugavert heldur þvert á móti. Myndin er illa gerð, sögulega röng ber því miður af sér ákveðin element af áróðri,“ segir Kristinn, sem ætlar ekki að sjá kvikmyndina þegar hún verður frumsýnd hér á landi. „Nei ég ætla nú ekki að borga neina fjármuni til að horfa á þessa mynd. Það var óþarfa tímasóun að lesa handritið en eflaust nauðsynlegt. En það er ekkert í henni sem vert er að sjá í bíó.“ Kvikmyndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto í byrjun september og hefur Kristinn það eftir kollega sínum að þrátt fyrir að hún sé búin að vera í sýningu í Evrópu undanfarið megi hvergi nálgast sjóræningjaútgáfu af henni á netinu. „Hversu léleg getur mynd verið til að menn nenni ekki einu sinni að stela henni? Ég held að það sé einn mesti dómurinn yfir þessari blessuðu mynd.“ The Fifth Estate er frumsýnd hér á landi þann 8. nóvember en búast má við að nokkur áhugi sé fyrir myndinni þar sem hún var tekin upp hér á landi að hluta. Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
The Fifth Estate, eða Wikileaks-myndin svokallaða, var frumsýnd í Bandaríkjunum um helgina og gekk miðasalan hörmulega að sögn erlendra fjölmiðla. Þeir segja opnunina þá verstu á árinu yfir kvikmyndir sem frumsýndar eru á 1500 tjöldum eða fleiri í Bandaríkjunum. Myndin halaði inn 1,7 milljónir dala, en það jafngildir um 200 milljónum króna. Framleiðslukostnaður myndarinnar er sagður hafa verið hátt í 30 milljónir dala (um 3,6 milljarðar króna) og því er ljóst að myndin á langt í land með að koma út á sléttu. „Það kemur mér ekkert á óvart að myndin fái hrikalega útreið,“ segir Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks. „Miðað við það handrit sem ég las þá er hún hörmung. Bæði staðreyndalega röng og skaðvænleg gagnvart okkar málstað.“ Framleiðendur myndarinnar vildu ekki afhenda sýningareintak af henni til Wikileaks en af handritinu að dæma segir Kristinn myndina fara frjálslega með staðreyndir. „ Þarna er verið að enduróma áróðurslínuna frá bandarískum stjórnvöldum um meinta skaðsemi vegna okkar uppljóstrana og birtinga sem enginn fótur er fyrir og var ekki einu sinni hægt að halda fram í réttarhöldunum gegn Chelsea Manning.“Ætlar ekki á myndina í bíó Kristinn segist telja að ekki sé áhugaskorti almennings á Wikileaks um að kenna. „Wikileaks er ekki óáhugavert heldur þvert á móti. Myndin er illa gerð, sögulega röng ber því miður af sér ákveðin element af áróðri,“ segir Kristinn, sem ætlar ekki að sjá kvikmyndina þegar hún verður frumsýnd hér á landi. „Nei ég ætla nú ekki að borga neina fjármuni til að horfa á þessa mynd. Það var óþarfa tímasóun að lesa handritið en eflaust nauðsynlegt. En það er ekkert í henni sem vert er að sjá í bíó.“ Kvikmyndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto í byrjun september og hefur Kristinn það eftir kollega sínum að þrátt fyrir að hún sé búin að vera í sýningu í Evrópu undanfarið megi hvergi nálgast sjóræningjaútgáfu af henni á netinu. „Hversu léleg getur mynd verið til að menn nenni ekki einu sinni að stela henni? Ég held að það sé einn mesti dómurinn yfir þessari blessuðu mynd.“ The Fifth Estate er frumsýnd hér á landi þann 8. nóvember en búast má við að nokkur áhugi sé fyrir myndinni þar sem hún var tekin upp hér á landi að hluta.
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira